Skírnir - 01.01.1924, Side 67
58
Um Uegnús Eirikison.
[Skírnir
Þannig hljóðaði nú forleikurinn að hinum mikla
organgný trúraálabaráttunnar, er Magnús Eiriksson hóf
tólf árum síðar, eða árið 1863. Hjer er að eins leikið
í hálfum hljóðum eða líkt og með hemli. En hin ein-
læga guðstrú Magnúsar sýnir sig þó hjer, og þá ekki
síður hin takmarkalausa aðdáun hans á Jesú Kristi og
boðskap hans. En hann vissi, hversu viðurhlutamikið
var að hreyfa við höfuðkenningum kirkjunnar, ekki svo
mjög vegna prestanna eða sjálfs sín, heldur vegna þeirra,
sem trúðu á góða gamla mátann; og því þagði hann nú
í full 12 ár og bjó sig á hinn samviskusamasta hátt und-
ir aðalleiðangur sinn með því að kynna sjer alt það, er
þá var komið fram á trúmálasviðinu.
VI. Aðalleiöansurinn.
Um það leyti, sem Magnús Eiríksson sigldi fyrst til
Kaupmannahafnar, hófust hinar svonefndu biblíurannBÓkn-
ir. Höfundur þessara rannsókna, F. C. Baur i Tubingen, gaf
út fyrstu ritgerð sína þessa efnis árið 1831, og úr því rak
hver ritgerðin og bókin aðra. Myndaðiat heiil skóli, hinn
svonefndi Tubinger-skóU, er hafði þetta verk með höndum.
Árið 1835 ritar Baur um Hirðisbrjefin, og sama ár kem-
ur út bók David Fr. Strauss: Das Leben Jesu. Árið
1845 kemur út hið mikla verk Baur’s um Pál postula.
Auk þeBB reit hann bæði um guðspjöllin og kirkjusögu
hinna fyrstu þriggja alda. En skoðunum Baur’s andæfði
að ýmsu leiti Bitschl, sem þó upprunalega hafði verið
lærisveinn hans, með riti sínu um uppruna hinnar fornka-
þól8ku kirkju (1857). Loks kom bók Renan’s »Vie de
Jésustf eem þó frekar verður að teljast skáldskapur en
sannBöguleg rannsókn, út árið 1863, sama árið og Magn-
ús Eiríksson aftur tók að rita.
Hversu mikið eða lítið Magnús Eiriksson hefir þekt
af þessum ritum, og að hve miklu leyti hann hefir stuðst
við þau, verður að vera verkefni síðari rannsókna, þá er
rit hans verða krufin til mergjar. En sýnilegt er það á
Mnum síðari og síðustu ritum hans, að hann hefir þekkt