Skírnir - 01.01.1924, Síða 68
!Skírnir]
Um Magnús Eiríksson.
59
rannsóknir þeirra Tubinger-manDa, því að kannTálasar
þeim beint fyrir það, að þeir hafi ekki dregið og þá helst
■ekki þorað að draga þær ályktanir af þeim sögulegu rök-
um, sem fyrir lágu, er þeir að rjettu lagi hefðu átt að
draga.
Annars var það ekki svo mjög hin sögulega og bók-
mentalega rannsókn, sem Magnús ljet sjer umhugað um
■eins og þetta, að komast alla leið aftur til hinna ómenguðu
kenninga Jesú Krists sjálfs. En þar urðu á vegi hans, eins
og getið var um í upphafi, tveir virðulegir bægisteinar,
er alt til þess tíma höfðu verið taldir meginstoðir kirkj-
unnar, nefnilega Jóhannesar-guðspjall, er hjelt fram Logos-
kenningunni og öllu því, sem af henni leiddi, og svo brjef
Páls postula, er aðallega ræddu um það, að vjer værum
börn reiðinnar, börn syndarinnar og gætum ekki bjargast
nema fyrir fórndauða Jesú Krists. Gagnvart þessum
kenningum, sem urðu Magúsi æ hvumleiðari eftir þvi
eem lengra leið, spurði hann jafnan: en hvað segir sjálf-
ur meistarinn ? Og árum saman situr hann nú, þótt
hann liði skort og jafnvel sult1) og rýnir öllum dögum
i biblíuna og guðfræðirit sín, á milli þess, sem
hann er að rita. Hann er þarna að smábrjóta sjer
braut gegnum alt villikjarr guðfræðinnar frá umliðnum
öldum, i þeirri vissu von, að hann komist einhvern tíma,
fyrr eða síðar, að hinni ómenguðu uppsprettulind kristin-
dómsins. Og þegar hann loks þykist vera kominn alla
leið, eða sjá fram úr myrkviðinu, þá tekur hann að rita
og þá rekur hver bókin aðra, þangað til hann þagnar til
fulls. —
Þenna aðalleiðangur sinn hefur Magnús, líkt og hinn
fyrri, með því að spyrja, hvor af samtíðarmönnum sínum
í Danmörku — því að nú var Sören Kierkegaard dáinn
— muni hafa komist næst sannleikanum, hinn gamli and-
atæðingur hans Martensen, sem nú var orðinn »primas«
*) Einu sinni á þessum árum kom kann til Dahl’s vinar síns og
hað þá afsökunar á því, hversu hraustlega hann tœki til matar síns
hann hafði þá ekki borðað miðdegisverð í viku! (Sbr. Óðinn VIII. 2).