Skírnir - 01.01.1924, Qupperneq 69
60 Um Magnús JEirlksson. [Skírnir
hinnar dönsku kirkju, eða gamli Grundtvig, sem nú var
kominn lengra aftur í trú sinni en sjálfur Lúther, aftur fyrir
Augustinus og Pál postula. Magnús spyr nú að því í
ágætlega vel rituðum pjesa, er hann gaf út 1863: Hver
hefir á rjettu að standa — Grundtvig eða mótstöðmenn
hans? Hvorugur, hyggur Magnús, og þó er Grundtvig nær
því rjetta, en Martensen, eins og vænta mátti, all-fjarri
því. Martensen var nefnilega, að því er Magnús segir,
þeirrar skoðunar, að kristindóminum hefði altaf verið að
fara fram frá einni trúarjátningunni til annarar, frá post-
ullegu trúarjátningunni til hinnar nikeönsku og frá ni-
keönsku játningunni til þeirrar athanasiönsku; þar sem
Grundtvíg aftur á móti hjelt því fram, að hin svonefnda
postullega trúarjátning væri »hið lifandi orð af vörum
Drottins sjálfs*. öllu þessu neitar Magnús afdráttarlaust
og sýnir fyrst og fremst fram á, að kristindóminum hafi
altaf verið að fara aftur frá dögum postulanna og hafi
hríðhrakað með hverri trúarjátningunni, sem við var
bætt. Verst væri athanasianska játningin, er ræddi um
hin tvö eðli Krists; þar næst gengi nikeanska trúarjátn-
ingin, er gerði Krist að Guði, en best væri hin postullega
trúarjátning, þótt hún raunar væri ekki frá dögum postuh
anna og því síður komin af vörum Krists sjálfs. Þetta
sæist best á því, að postularnir hefðu ekki skírt í nafni
þrenningarinnar og ekki þorað að skíra heiðingja nema
eftir beinni vitrun. En skoðana Krists væri helst að leita í
3 fyrstu guðspjöllunum, og hann hefði ekki heimtað neina
trúarjátningu af mönnum, heldur aðeins þetta, að elska
guð af öllu hjarta og náungan eins sjálfan sig.
Eftir að Magnús hafði gert upp reikninginn við sam-
tíðarmenn sína í Danmörku, tók hann að skýra frá sínum
eigin rannsóknum á ritningunni. Enda þótt Magnús teldi
ekki ritninguna innblásna af guði, hafði hann hana jafn-
an í hávegum og áleit, að hún væri, auk sögunnar, hin
eina heimild, sem kirkjan gæti bygt á kenningar sínar.
En í bibiíunni, sem er safn mismunandi rita frá mismun-
andi timum, er ýmislegt, sem er hvað öðru ósamrýman-