Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 70
ISkírnir] Um Hagnús Eiríkison. 61
legt, ekki einungis í Gamla, heldur og í Nýja testament-
inu. En hvernig á þá að greiða úr öllum mótsögnunum,
sjerstaklega að því er kristnu trúna snertir? Með því
fyrst og fremst að hyggja að því, sem sagt er um Krist
og haft er eftir Kristi í fyrstu þrem samstofna guðspjöll-
unum, sem hafa að geyma vitnishurð postula hans sjálfs
og samtíðarmanna um líf hans og kenningar; og með þvi
að öðru leyti að fara eftir því, er hinar sögulegu rann-
sóknir kunna að leiða í ljós. En það er undir trúfesti
manns og samviskusemi komið, að maður játi ekki öðru
en því, sem kemur heim við kenningar Jesú Krists sjálfs.
Með þessu hugarfari reit nú Magnús hverja bókina á
fætur annari, fyrst hið mikla rit sitt um »Jóhannesar
.guðspjallc, er kom út 18631), en í ófullkomnu íslensku
ágripi 1865; þá bókina um »Guð og siðbótarmanninnc
1866, þar sem hann lítur á Krist sem siðabótarhöfund
Glyðingdómsins, sem, að því er hann sjálfur sagði, var ekki
kominn til að afnema lögmálið, heldur til að fullkomna það.
Þá reit hann hið mikla rit sitt »Páll og Kristurc 1871,
en þar sýnir hann fram á muninn á kenningum Páls
og Krists; og loks gefur hann í síðasta riti sínu »Gyðing-
ar og kristnir* (1873) samfelda lýsingu á »þróun« (o: aftur-
för) kristindómsins frá fyrstu tímum og þangað til búið
var að ganga frá öllum helstu trúarkenningum hans.
Af þessum ritum ber einkum að líta á »Jóhannesar guð-
spjall« og »Pál og Kristc, sökum þess, að þau hafa helstu
niðurstöður Magnúsar að geyma. En hjer verður aðeins
drepið á helstu atriðin.
Ritið »Jóhannesar guðspjall* hefir að geyma glögga og
skarpskygna rannnsókn á þessu guðspjalli. Eins og allir
vita, er Kristur í upphafi þessa guðspjalls gerður að hin-
um gríska Logos, að guðlegri veru er verið hafi til frá
') Þess skal getift þáverandi kirkjumálaráðherra, biskupi D. G.
Monrad, til maklegs lofs, að bann veitti Magnúsi 500 dala styrk til út-
gáfu »Jókannesar guðspjalls* með þeim nmmælum, að rannsóknir biblí-
nnnar yrðu að vera frjálsar og að hann áliti visindamann eins og Magnús
•tyrks maklegan* (sbr. Óðinn, VIII, 2).