Skírnir - 01.01.1924, Page 71
62
TJm Magnús Eiriksson.
[Skirnk
upphafi og orðið að holdi. »í upphafi var orðið (Logos),
og orðið var hjá guði og orðið var guð. Allir hlutir eru
gjörðir fyrir það, og án þess varð ekkert til, sem til er
orðið«.------»Og orðið varð hold — og hann bjó með oss
fullur náðar og sannleika, og vjer sáum dýrð hans, dýrð
sem eingetins sonar frá föður«. Kristur var þannig sam-
kvæmt þessu guðspjalli hið holdgaða Guðs orð. — Gefið er
í skyn, að sá lærisveinninn, sem hjartfólgnastur var Jesú,
Jóhannes Zebedeusson, hafi ritað guðspjall þetta.
Kú leiðir Magnús fjölbreytt rök að því, að Gyðingur,
búsettur í Palæstínu, hafi naumast getað ritað guðspjall
þetta, hvað þá heldur sá lærisveinninn, sem hjartfólgn-
astur var Jesú og átti áð hafa hvílt við brjóst hans. —
Rökin ræða sumpart um hinn innri ósennileik guðspjalls
þessa, sumpart um hinn ytra sögulega ósennileik. Að
Jóhannes hafi ritað guðspjall þetta er ósennilegt, fyrst og
fremst af því, að guðspjallamaðurinn tileinkar Jóhannesi
skírara, Kristi og Gyðingum orð og skoðanir, er þeir hafa
ekki getað látið í ljós. í öðru lagi eru ræður þær, sem
Kristur er látinn halda í þessu guðspjalli, svo gjörólíkar
kenningum þeim, er koma i ljós i dæmisögunum í 3 fyrstu
guðspjöllunum, að það er eins og þær sjeu fluttar af alt
annari persónu. í þriðja lagi er kvalarinnar í grasgarð-
inum ekki getið í þessu guðspjalli. Og í fjórða lagi stend-
ur píningarsagan sjálf í svo gagngerðri mótsögn við síð-
ustu ræðurnar í Jóhannesar guðspjalli, þar sem Kristur
er ekki látinn gera annað en vegsama sjálfan sig og Guð
er ekki nefndur á nafn í síðustu orðunum á krossinum, að
þar getur heldur ekki verið rjett skýrt frá. Þá er í fimta
lagi gefið í skyn, að Kristur hafi reist sjálfan sig frá
dauðum, en í hinum guðspjöllunum er Drottinn látinn
gera það. Og í sjötta lagi, það sem mest er um vert, að'
því er kenningu Krists áhrærir, aðalboðorðin um að elska
guð og mennina, og jafnvel óvini sína, eru ekki nefnd á
nafn í þessu guðspjalli. Þá er og ýmislegt annað, sem
gerir frásögn þessa guðspjalls ósennilega, t. d. kvaðning
postulanna, þar sem höf., sem á að vera, nefnir ekkl