Skírnir - 01.01.1924, Page 73
64
Um Magnús Eiríksson.
Skirnir
þýðingu sinni »Um frelsið® eftir Stuart Mill. Þar stendur
á bls. 64—65:
»Eram til skamms tíma höfnm vjer Islendingar ekki verið eftirhát-
ar annara í vitfirringslegn ofstæki i trúarefnum. Vil jeg í þvi efni að
eins minna á umyrði nokkurra þeirra manna, er kallaðir hafa verið
guðsmenn og merkismenn, um Magnús heitinn Eiríksson. Allir, sem
þektu Magnús, vissu, að hann var svo hrennheitur trúmaður, að fágætt
mun að finna hans jafningja í þeim efnum; en hann þóttist geta sannað,
að eitt guðspjallið væri falsguðspjall, og hann áleit það striða gegn
kenningu guðsorðs, að Kristur hefði guð verið; þvi trúöi hann þvi
ekki. „Gamall klerkur á Vesturströndum111), sem ritaði i „Islending11
(IV, 9; hls. 70—72) „játar það án hlygðnnar11, að hann hafi ekki viljað
lesa bók Magn. um Jóh. gnðspj., en kallar hana þó „guðlöstunar-
bók“, „eiturplöntu11, „ósvifna lygabók11, „Satans skeyti“ o. s. frv.; skorar
á klerka i Danmörku að „hrekja hana með órækum ástæðum, sem yfir-
fljótanlega eru til“ [það veit hann, þótt hann hafi ekki hókina lesið og
viti því ekki, hvað i henni stendur]; Magnús kallar hann „Antikrist“,
„djöfulóðan11, segir „heil legio djöfla“ sje „farin í hann“, talar um
„Magnús höggorms haus“ o. s. frv. „0, nú er hinn glóandi andi for-
feðranna útsloknaðnr! Þessi nýi Aríus er ekki rekinn í útlegö! Þessi
Servet er ei hrendur á báli!“ (bls. 71). „Þessi opinheri guðlastari,
þessi skarpi Satans þjónn gengur óáreittur11 (ibid.). Magnús vill liann
sje „gjörður rækur úr ríkinu“ og hók hans „brend á báli“; „og þetta
sje [hið mildasta(!) sem vera má“; helst vildi hann að Magnús hefði
verið hrendur sjálfur á háli hóka sinna. Og einn af útgefendum hlaðsins
(skáldið J. Thoroddsen) hlygðast sín ekki (i 12. tbl. sama árg.) að kalla
Magnús ,,djöfulóðan“ og hvetja valdstjórnina (í Danmörku) til að setja
Magnús „i svartholiö11 — — —«.
öllum þessum ásökuuum svarar Magnús bógværlega
í hinu ísl. riti sinu um Jóhs. guðspjall (1865); segist treysta
þvi, að íslendingar verði fyrstir manna til þess að kasta
trúarvillum kirkjunnar, og að þeir láti sjer aldrei úr
minni líða, að það sem mest á ríður í þessu efni sje: — »að
elska sannleikann og treysta Guði«.
í næsta riti sínu, er Magnús nefndi: »Guð og sið-
bótarmaðurinn* (Gud og Eeformatoren, 1866), heldur hann
þeirii skoðun fram, að trúarhöfundurinn eða siðbótarmað-
J) Mjer hefir verið sagt, að þetta hafi verið Ólafur E. Johnsen,
prófastur á Stað á Reykjanesi, tengdafaðir sjera Matthíasar; en þá hefir
Matthías bætt stórlega fyrir tengdaföður sinum með hinni hugðnæmu fra-
sögn sinni um Magnús.