Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 75
66 Um MagnÚ8 Eiriksson. [Skírnir
elskandi faðir jafn\iel koma til móts við hann og vefja
hann örmum og fagna því, að sonurinn, sem týndur var,
sje aftur fundinn. Þannig lýsti Jesús sjálfur sambandinu
milli Guðs og manna og Guði sem hinum kærleiksríka
föður allra manna, er hvorki heimtaði lausnargjald nje
friðþægingu fyrir syndir þeirra.
En hversu frábrugðin þessari kenningu er nú ekki>
kenning Páls postula, er heldur því fram, að mennirnir
sjeu glataðir og seldir undir syndina, sjeu orðnir að »börn-
um reiðinnar« fyrir hrösum vorra fyrstu foreldra; og að
engin önnur ráð sjeu til þess að leysa þá af synd og
dauða en með blóði og fórndauða Jesú Krists, því að á,
annan hátt megi rjettlæti Guðs ekki fullnægt verða!
Sjá menn nú ekki, hvílíkur óskaplegur munur er á
fagnaðarerindi Krists og þessari kenningu Páls postula?'
Kenning Páls er hin aldna kenning Gyðingdómsins um
blóðfórnina, í nokkuð breyttri mynd þó. Og þessi guð,-
sem Páll lýsir, er guð reiðinnar og guð lögmálsins* en
ekki hinn miskunnsami faðir, er Kristur boðaði mönnun-
um. En hversu rjettlátur er nú sá guð, er lætur sak-
lausan þjást fyrir seka? Og hvaða siðgæði er í þvi fólgið,
að menn geti orðið betri fyrir annars manns þjáningu?
Svari menn: íyrir trúna! Hvernig getur þá trúin ein
betrað menn, ef þeir iðrast; ekki sjálfir synda sinna
og bæta ráð sitt? — öll þessi kenning er svo fjarri
því, sem Jesús sjálfur hjelt fram um Guð, að það mega
undur heita, að kirkjan skuli hafa getað haldið henni
fram svo lengi. — En þar sem kirkjan hefir haldið slík-
um kenningum fram, hefði hún frekar mátt kallast Páls
kirkja en Krists kirkja.
Þó er það einhver versti hængurinn við trú þessa,
að hún skuli skjóta Jesú inn á milli Guðs og manna, að
hún skuli hafa gert trúna á Krist og hann krossfestan að
sáluhjálparskilyrði. í stað hins beina trúnaðartrausts til
Guðs sem hins elskandi föður, eins og honum er lýat í
dæmisögunnni, ber mönnum nú fyrst og fremst að trúa á
Krist og hann krossfestan, dáinn og upprisinn, til þess að-