Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 76
SkirnirJ
Um Magnús Eiríksson.
67
geta treyst á sína eigin sáluhjálp. Að Páll hafi viljað
þetta og ekkert annað kemur ljóst fram í þessum orðum
hans: »Því að eg ásetti mjer að vita ekkert á meðal
yðar nema Jesúm Krist og hann krossfestan«. (1. Kor. 2, 2).
En er það nú svo víst, segir Magnús, að slík kenn-
ing, sem Páll hjelt fram, geti glætt eða stutt vonir manna
um þeirra eigin upprisu og endurlausn? Páll kennir, að
sá, sem sje syndlaus, lifi; en að dauðinn hafi verið laun
og afleiðing syndarinnar. Gerum nú ráð fyrir, samkvæmt
kenningu Páls sjálfs, að Kristur hafi verið syndlaus, og að
hann hafi því getað risið frá dauðum; hvað stoðar það
oss? — Vjer erum undir syndina seldir, og þá getum vjer
ekki ri8ið frá dauðum. Kirkjan segir raunar, að endur-
lausn Krists hafi leyst oss af syndunum. En þetta er fjar-
stæða. Hvernig getur annars manns blóð og dauði gert
yður syndlausa? En — ef þjer jafnt eftir sem áður eruð
undir syndina seldir, þá hljótið þjer að deyja, samkvæmt
kenningu Páls, og dauði Krists og upprisa getur ekki stutt
að yðar eigin upprisu.
Það er þannig einskonar innri mótsögn í kenningu
Páls um syndina, dauðann og endurlausnina. En auk
þessa er kenning hans bæði — óguðleg og ósiðleg. Það
er »óguðlegt« að kenna það, að reiði Guðs sé jafnan
yfir mönnunum fyrir hina fyrstu yfirsjón þeirra; og það
er ósiðlegt að kenna það, að fórndauði annars geti gert
Bjálfan mann góðan og sælan, ef maður aðeins trúi á
fórndauða hans. Loks er það í raun rjettri engin frið-
þæging fyrir syndir mannanna, þótt Guð hefði sjálfur sent
sinn eingetinn son til þess að bæta fyrir syndir þeirra.
Þetta væri aðeins nokkurs konar »yfirskinsfriðþæging«.
Því að ætla mætti, að friðþægingin fyrir syndir manna
yrði að koma frá þeim sjálfum. Það gerir menn á engan
hátt »rjettlátari« fyrir Guði, þótt hann sjálfur sendi þeim
friðþægingarfórnina. Og hverskonar »rjettlæti« er svo
þetta, að láta saklausan þjást fyrir seka?!
Nei, við skulum gefa alla þessa »guðfræði« upp á
bátinn, úr því að hún er svo ósamboðin þeim gæskurika
6*