Skírnir - 01.01.1924, Qupperneq 78
Skírnir]
Um Magnús Eiríksson.
69
kæmi frá hangbúa; svo var hún hljómlaus og dimm. Kvaö hann sjer á
óvart koma, að heyra skynsemistrú aftur komna á dagkrá; „en eg veit
ekki hetur“, sagði hann, „en eg kvæði þann drauginn niður fyrir 60
árum“. Annað mælti hann fátt að marki og var studdur til sætis, en
orðum öldungsins var mikill rómnr gefinn. Skal eg taka það fram, að
vetnrinn eftir sótti eg Vartov — kirkju Grrundtvigs, þegar eg gat, því
hið stórfelda við það jötunmenni hafði löngu áður vakið aðdáun mína
— þrátt fyrir alla hans forneskju i kveðskap, máli og kenningum. En
meira um hann siðar. Eftir Grundtvig fjekk Magnús oröið og steig i
stólinn. Hann hóf ræðu sina á þvi, að hann kvað óhjákvæmilegt að
rannsaka tilorðning og áreiðanleik hinna fornu trúfræða kirkjunnar og
byrja á hinni postullegu trúarjátning, sem ekki yrði sjeð nje sannað að
væri frá postulanna dögum; þvi siður mætti una við hin svonefndu
játningarrit frá siðbótartímunum; hann kvað hvern kennara i trúaifræðum,
og sjerstaklega svo valinn fund sem þenna, skyldan til að skoða og skýra
heimildir sinar og annara fyrir þvi ölln, sem kent væri sem sáluhjálpar-
atriði; sjerstaklega þyrfti að rannsaka samhijóða-guðspjöllin, er óhætt
væri að telja sannsögulegust allra sagna um Jesú og kenningar hans;
kvaðst ræðumaður fyrir löngu orðinn sannfærður um, að óvenjulega mikið
ryk hefði öld eftir öld fallið yfir allar erfikenningar kristninnar alt frá
tíma hins elsta og einfaldasta kristindóms, og svo framvegis. — Þegar 'i
byrjun hinnar djörfu og velfluttu ræðu Magnúsar fór að koma ys og
órói í salnum, og ói svo háreystin, að ekki heyrðist orð, enda tók for-
seti aftnr og aftur til bjöllunnar og kallaði hátt, hað ræðumann halda
sjer' við efni dagskrárinnar, því slikar rannsóknir væri alt annað en
hjer lægi fyrir .... (köll í salnum): „Niður með ræðumanninn!11; en
aðrir æptu: „Yjer vitum, á hvern vjer trúum!“ En Magnús stóð kyr,
og er ofurlítið hljóð fjekst, reyndi hann að halda áfram: „Kenning
Jesú hefir verið sett undir mæliask — — það má sjá og sanna af sög-
unni — — trúarjátningar kirkjnnnar eru mannaverk!“ (Yfirtaks óhljóð).
Nú hrópaði Magnús og fjekk þá hljóð: „Þótt það kostaði mina eilifu
sáluhjálp, get eg ekki þaggað niður rödd samvisku minnar og sannfær-
ingar!“ Meira fjekk hann ekki mælt, svo að heyrðist, fyrir ópum og
hringingum, en ennþá stóð Magnús i ræðustólnum. Mjer hljóp kapp i
kinn, og duttn mjer í hug orðin i Lútherskvæði mínu:
„Og öld af ótta starði,
þeim ægði dirfskan sú,
er lif og Ijós hann varöi
með lifandi krafti og trú“.
Það er sjaldan sem menn heyra andleg stórmenni tala; eg hafði heyrt
Jón forseta flytja „stóru ræðuna“ á alþingi 1867, þegar hann feldi frum-
varp stjórnarinnar, og ægði þingmönnum svo, að flestir eða allir urðu
yfirkomnir af mælsku hans og yfirburðum og helsti mótstöðumaður hans,
Benedikt Sveinsson hrópaði: „Það vildi eg, aö slíkur maður lifði eilif-