Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 79
70
Um Magnús Eiríksson.
[Skírnir
lega!111) Svo fanst mjer til um framkomu M. Eirikssonar — þessa barns-
lega og hógværa fátæklings, eina landa mlns í hinnm mikla háskólasal
alskipuðum nálega öllu stórmenni klerkalýðsins á Norðurlöndum. Já,
mjer hljóp kapp í kinn og eg mintist Jóns forseta, mintist Lútliers, er
„einn mót öllum stóð hann
í ægilegri höll,
og einn mót öllum vóð hann
á andans sigurvöll11.
Guði sje lof, hugsaði eg, ekki eru allir Islendingar aldauða. En til enda
sögunnar: Eftir mikla orrahrið varð hlje, og Magnús, sem enn stóð blý-
fastur í stólnum, hóf upp hendur sínar og hrópaði: „Ur þvi eg enga
áheyrn fæ, hrópa eg í neyð minni til þin, þú eilífi alfaðir, sem útbreið-
ir hendur þinar allan daginn yfir þverbrotin lýð!“ — Eg hefi gleymt
hænarorðunum, nema þessum, en efnið var hjartnæm hæn til Guðs fyrir
kirkjnnnar svefn og vöntun sannleiksástar og djarfleiks i trúnni. „Lát
þjóna þíns orðs leita sannleikans án yfirdrepskapar, svo hann gjöri þá
frjáha — frjálsa og fása að fylgja dæmi þíns heilaga og hógværa þjón3
Jesú“2).
(Ath. Enn finn eg skrifuð þessi orð úr ræðu Magnúsar: „Himn-
eski faðir! Þjer fel eg hjartans .málið mitt, lát það koma til þinna
eyrna og dæm mitt hjarta og hugrenningar . . . Hafi eg borið sann-
leikanum vitni eftir bestu samvisku, þá vertu minn talsmaður og leið
þetta fólk til sannleikans viðnrkenningar11).
Undir ræðnnni (bæninni) var steinhljóð i salnum og fjell kvenfólkið
i grát, og eg sá að menn þeir, er stóðu nærri mjer, viknuðu, en aðrir
hristust. Og er M. gekk frá stólnum, reyndu ýmsir prelátar að taka
hann tali, og einn faömaði hann í þrönginni grátandi og heyrði og hann
segja: „Lát mig faðma þig! hreinskilni þin og einurð yfirgengur mig,
og þó hefir lausnari minn, Jesús, aldrei orðið mjer dýrmætari en á með-
an þú afneitaðir honum þrisvar!11 Prestur þessi hjet Sveinn Brnn,
Norðmaður, stór vexti og mikilúðlegur; hafði hann flntt ræðu í Frúarkirkju
um morguninn og þótti auðheyrt, að hann var ákafamaður og andheitur
BQÍÖ& á gamla vísu. En Magnús Eiriksson ansaði hvorki honum nje öðr-
um, lieldur skundaði út og hurt og kom aldrei síðan á þann kirkjufund’)«.
*) Einhverju sinni var verið að dá Jón Sigurðsson í eyru Magnús-
ar, sem var mikill vinur hans, og galt Magnús jákvæði við því öllu, en
sagði þó: „En — hann er ekki eins religiös og eg!“ —
s) Sbr ritið: „Det fjerde NordÍBke Kirkemode11.
*) Próf. Fr. C. B. Dahl segir í Endurminningum sinnm um Magn-
us, sem annars eru mjög hlýlegar (sbr. Oðinn YIII, 2), að Grundtvig
hafi verið fundarstjóri, að Magnús hafi kropið á knje undir bæninni, og
að norski presturinn, Svenn Brun, hafi komiö til hans daginn eftir; en
alt er þetta málum blandað, eins og sjá má af lýsingu sjónarvottarins,
sjera Matthíasar. Dr. Kalkar og Hammerich voru fundarstjórar, Magaús