Skírnir - 01.01.1924, Side 81
72 Um Magnús Eiríkason. [Skírnir
sem Messías; 2., að Logos-kenningin kom fyrst fram um
miðja 2. öld e. Kr., 3., að frá síðari hluta þeirrar aldar
og alla þriðju öldina hafi verið umbrotatími og byltingar
milli hinna svonefndu Monarchiana, er hjeldu því
fram, að Guð væri aðeins einn og alvaldur, og hinna svo-
nefndu Subordinatia, er einnig vildu hafa Krist og
Andann inn í trúarjátninguna, en þó skipa þeim skör
lægra en Föðurnum, þangað til 4., hin svonefnda »arianska
villa*, sem áður hafði verið talin góð og gild, var kveðin
algjörlega niður á kirkjuþinginu í Nikeu árið 325 og kenn-
ingin um þrenninguna samþykt að fullu.
Enginn virtist hafa neitt að athuga við þessa sögulegu
sönnun, og höf. hefði mátt ætla, að þögn merkti sam-
þykki. En því fór fjarri. Eins og eftir þegjandi sam-
komulagi allra var hann sjálfur brennimerktur sem villu-
trúarmaður og jafnvel gert gys að honum fyrir það, að
hann vildi fá menn til þess að hverfa sem mest aftur til
Jesú eigin kenninga. Og svo voru menn óbilgjarnir h
hans garð, að hann sem á sínu sviði var orðinn einhver
lærðaBti maður sinna tíma, gat ekki fengið stundakenslu
við alþýðuskóla nema því að eins, að hann afneitaði op-
inberlega »villukenningum« sínum. En Magnús var of
einlægur til þessa og hann kaus heldur að horfast í
augu við fátæktina og sultinn á efri árum sínum. En þá
skutu nokkrir vinir hans með dönskum manni, Andresen,
í fararbroddi saman fje í ofurlítinn lífeyri handa honum,
er hann gæti dregið fram lífið á. Við þetta bætti danska
8tjórnin 400 kr. á ári síðustu árin, sem hann lifði, í viður-
kenningarskyni fyrir »ósjerplægni hans og hásæi«. En sem
betur fór þurfti Magnús ekki lengi að lifa á þessu »náð-
arbrauði*. Um það bil, sem hann varð hálfáttræður, fjekk
hann aðkenningu af slagi, og frk. Sigríður Helgadóttir,
sem þá var yfirhjúkrunarkona á Friðriksspítala og hafði
þekt hann í mörg ár, ljet flytja hann á spítalann og veitti
honum þar hina ágætustu hjúkrun. En dagur var að
kvöldi kominn. Sama daginn og hann dó kom vinur
hans Dahl til hans og lá hann þá i dvala; en á borðinu