Skírnir - 01.01.1924, Side 82
Skírnir]
Um Magnús Eirikeson.
7S;
hjá honum lá bók eftir yngri samherja hans, skáldið og
fræðimanninn sænska, Victor Rydberg: Om de yttersta
tingen*. Magnús Eiríksson andaðist hinn 3. dag júlímán-
aðar 1881, hið sama »ljóssins barn*, er hann fæddist og
er hann dó.
Eins og flestir spekimenn og spámenn hefir Magnús
Eirík8son einnig hlotið all-veglegan minnisvarða hjá kyn-
slóðinni, sem á eftir fór. Er hann reistur á gröf hans i
Hólmsins kirkjugarði í Kaupmannahöfn. Og nú viður-
kenna víst flestir, sem nokkuð þekkja til rita hans og
ekki eru haldnir af hreinni trúar-blindu, sem þó er all-
tíður sjúkdómur enn, að Magnús hafi verið með skarp-
skygnari mönnum sinna tíma í trúmálum og þeirra lang-
hreinlyndastur. En vjer lslendingar ættum að miklast af
honum, því að það er svo sjaldgæft, að ein hin minsta
þjóð í heimi eignist son, er með svo mikilli hugprýði beri
sannleikanum vitni alt sitt líf og komi jafnvel merkustu
mönnum stærri þjóðar til þeBS að þagna. Því að það er
ekki rjett, að þeir vildu ekki gjarna hrekja það, sem hann
hjelt fram, þeir hafa naumast treyst sjer til þess.
Magnús Eiríksson var, að mínu viti, rjettnefndur ein-
herji sannleikans um sína daga. Ósigraður dó hann og
ósigraður mun hann lifa i endurminningu þjóðar sinn-
ar, þegar hún er orðin jafn breintrúuð og hann, kýs frem-
ur að trúa því, sem sjálfur Kristur kendi, en hinu, sem
kirkjan hefir viljað vera láta. En nú ætti einhver mjer
færari maður að taka við, helst einhver lærður, en þó
Bannleikselskandi guðfræðingur, sem kann betri skil en
eg á öllum þeim trúaratriðum, sem hjer er um að ræða.
Ætti hann að geta hlaðið Magnúsi Eiríkssyni þann bauta-
stein, er stæði óbrotgjarn, meðan aldir líða, í Sigtúnum
íslenskrar bókvísi.
[Inntak þessarar ritgeröar var flutt i fyrirlestra-formi á ensku viö
Sarward háskóla 2. í livitasunnu f. á og í Meadville theological
School á »memorial-day«, þ. 30. maí s. á.; en á íslensku á stofnfundi
»Hins sameinaða kirkjufjelags Islendinga i N.-Am.< þ. 25. júní f. á. i
Winnipeg.]