Skírnir - 01.01.1924, Page 83
Áhrif geðshræringa á líkamann.
Eftir Guðmund Hannesson.
Engum getur dulist það, að tilfinmngar hafa allajafna
mikil áhrif á líkamann. Þannig verkar gleðin bersýni-
lega örvandi og fjörgandi, gerir menn ljetta í spori og lið-
uga í máli. Aftur er eins og sorgin leggi þungt farg á
mennina, — þungt sem blý —, dragi úr þeim allan mátt
og geri þeim allar athafnir erfiðar. Þetta er alkunna, en
aftur er það afarerfitt að gera sjer Ijósa grein fyrir,
hversu líðan líkamans hefir áhrif á tilfinningarnar og
þær aftur á líkamann og starfsemi hans. Fjöldi vísinda-
manna hafa reynt til að ráða þessar og þvílíkar gátur og
mikið hefir þeim orðið ágengt, þó margt sje enn í þoku
hulið.
Ein af bestu og skemtilegustu bókunum um þetta efni
er eftir Walter B. Cannon, háskólakennara í Harward-
háskóla í Ameríku. Hún heitir: Líkamlegar breytingar
við sársauka, hungur, hræðslu og reiði, og kom út 1920.
Segir höf. þar bæði frá sínum rannsóknum og annara og
dregur af þeim margvíslegar ályktanir, sem jeg hygg að
ýmsum þyki fróðlegt aðy‘kynnast.
Ef svangur maður finnur lykt af góðum
mat og fer að hugsa um kræsingarnar,
fer flestum svo, að »vatnið kemur í munn-
Vatnið, sem fyllir munninn, kemur úr
munnvatnskirtlunum og þeir fara þá af stað við lyktina
og ílanganina eina. Það er þá ekki undarlegt, þó þeir
taki kappsamlega til starfa, þegar matuiinnn kemur í
munninn og góða matarbragðið bætist við ilminn af rjett-
Áhrif tilfinninga á
meltingarfærin.
inn á þeim<c.