Skírnir - 01.01.1924, Side 84
Skírnir]
Áhrif geðshræringa á líkamann.
75
unum. ÞaO kemur sjer líka vel, að munnvatnið skorti
þá eigi, því bragð finst ekki af neinu, sem ekki er upp-
leyst í vatni og auk þess gæti enginn rent niður þurrum
matnum. Munnvatnið bleytir fæðuna, leysir ýms efni upp
svo bragðið finst, og gerir matinn sleipan og auðveldan
að renna niður. Svo bætist það við, að í því er efni, sem
breytir mjöli í sykur, svo meltingin hefst undir eins í
munninum, meðan maturinn er tugginn. Alt þetta breyt-
ist stórlega við sterka geðshræringu t. d. hræðslu og reiði.
Það er eins og munnurinn þorni þá upp og tungan tolli
við góminn. Á þessu byggist hið svonefnda hrísgrjóna-
próf Indverja, sem notað er til þess að finna, hver sje sá
seki, af mörgum grunuðum. Þeir ljetu þá hvern fyrir sig
tyggja hrísgrjón stutta stund, hrækja þeim síðan út úr
sjer og töldu þann sekan, sem hrækti grjónunum hálf-
þurrum út.
Ur þvi tilfinningar hafa slík áhrif á munnvatnskirtlana,
er ekki ólíklegt, að svo kunni og að vera með önnur
meltingarfæri. Það er að minsta kosti auðsjeð, að erfitt
muni vera að renna niður, ef maturinn blotnar illa. í munn-
inum og munnvatnsins nýtur ekki til þess að gera hann
sleipan.
Rússneski vísindamaðurinn Pawlow o. fl. hefir ranD-
sakað, hversu maganum sjálfum brygði við. Hann breytti
maganum á -tilraunahundum þannig, að úr nokkrum hluta
hans gerði hann lítinn tilraunapoka, og lá lítið gat inn í
hann í gegnum magálinn, en meginhluti magans var
saumaður aftur saman, svo að hann komst í sitt fyrra lag,
þó minni væri. Dýrið hafði þá einskonar aukamaga, sem
engin fæða komst í og alla starfsemi hans mátti auðveld-
lega athuga gegnum gatið á magálnum. Nú var sjeð um,
að allar æðar og taugar aukamagans væru óskaddaðar og
mátti þvi gera ráð fyrir, að hann starfaði að öllu eins og
aðalmaginn, sem melti fæðuna. Á sumum dýrunum breytti
hann lika vjelindinu þannig, að það opnaðist á hálsinum
og maturinn, sem dýrið rendi niður, gekk út um opið og
komst þá ekkert af honum niður í magann. Það kom nú