Skírnir - 01.01.1924, Page 85
76
Áhrif geðshræringa á líkamann.
[Skírnir-
í Ijós, að óðar en hundurinn sá kjöt eða fann lykt af því,.
fór magasafi að streyma úr aukamaganum, og þá ekki
síður, ef hundurinn fjekk að jeta kjötið, sem annars fór út
um opið á hálsinum og komst aldrei í magann. Kirtlar
magans störfuðu þá bersýnilega á sama hátt og munn-
vatnskirtlarnir. Það þurfti ekki annað en lyktina og
ílöngunina til þess að koma þeim af stað. Og þeir hjeldu
nokkurn tíma áfram að starfa, úr því þeir tóku til.
Þó hundurinn æti aðeins í 5 mínútur hjelt safinn áfram
að streyma í 20 minútur. Sje nú aftur eitthvað tuggið
eða jetið, sem enginn matur er í, eða ekki vekur neina
matarlyst, þá myndast enginn magasafi, eða sárlítill. At-
huganir á mönnum með gati á maganum koma algerlega
heim við þetta. Tilraunir þessar sýna það ljóslega, hve
mikils það er vert, að maturinn sje lystugur, vel tilbúinn
og vel framreiddur, því svo best kemur hann að fullum
notum, að allir meltingarsafar sjeu nægilegir, því það eru
þeir, sem leysa fæðuna sundur og breyta henni í efni, sem
geta streymt gegnum slímhúð meltingarfæranna og komið-
líkamanum að notum.
Pawlow reyndi síðan að setja kött inn til hundsins,
áður en honum var gefið að jeta. Hundurinn varð óður
og uppvægur, er hann sá köttinn, en jafnaði sig fljótlega
aftur, er kötturinn var tekinn burtu. Síðan var hundin-
um gefið að jeta. Þá brá svo við, að þótt hundurinn væri'
hungraður og gleypti í sig matinn, þá myndaðist sárlítill
magasafi. Væri hundurinn aftur byrjaður að jeta og maga-
safi tekinn að streyma, þegar köttur var settur inn til
hans, þá hætti magasafínn óðara að streyma og náði sjer
ekki aftur, fyr en eftir 15 mínútur. Eins hefir þetta
reynst á börnum, sem reiðast, meðan þau eru að borða.
Það er því auðsjáanlegt, að sterkar geðshræringar kippa-
úr starfsemi meltingarkirtlanna engu síður en munnvatns-
kirtlanna. Það hlýtur því að vera hollast að skifta ekki1
skapi sínu rjett áður en maður borðar eða meðan máltíð
stendur yfir.
Jafnframt þvi sem meltingarsafar myndast og breyta