Skírnir - 01.01.1924, Side 87
78
Áhrif geðshræringa á likamann.
[Skirnir
en eðlilegt er. Aukist sykur í blóðinu, svo nokkru veru-
legu nemi, kemur það í ljós á þvi, meðal annars, að sykur
kemur líka í þvagið og má verða þess var með einfaldri
þvagrannsókn. Þannig hafa menn fundið, að sykur kem-
ur mjög oft í þvagið hjá stúdentum, þegar þeir taka próf,
þó ekkert hafi borið á því á undan eða eftir. Sama hefir
fundist á íþróttamönnum við kappleiki, ef mikið kapp
hefir verið í leiknura. Enn auðveldara er að athuga þetta
á dýrum. Þannig var t. d. reynt að gera ketti reiða, með
því að láta hunda gelta að þeim, og reyndist þá á 12
köttum, að sykur kom í þvagið á öllum eftir þessa með-
ferð, en hans varð hvorki vart á undan nje eftir. Jafnvel
það eitt að binda dýrið, þó vel fari um það að öllu, næg-
ir til þess að sykur komi í þvagið, svo framarlega sem
það lætur sjer ekki algerlega á sama standa um hefting-
una. Dæmi eru og til þess, að hrein sykursýki með sí-
feldum sykri í þvaginu, heíir brotist út eftir ákafa hræðslu
eða geðshræringu. Þá geta þrautir og sársauki haft sömu
áhrif og valdið sykri í þvaginu.
En til hvers er þá sykur í blóðinu og hverja þýðingu
getur það haft að hann aukist? Þessu má svara á þá leið,
að blóðsykurinn er aðallega notaður af vöðvum líkamans
og úr honum fá þeir aflið við allskonar vinnu og starf.
Hann er þeirra eldsneyti. Eftir því sem sykur eykst í blóðinu,
hafa vöðvarnir úr meiru að spila og eru betur búnir en
annars undir skyndilegt erfiði.
Þá hafa menn og orðið varir við aðra kynlega breyt-
ingu á blóðinu við hræðslu, reiði og sársauka. Skömmu
eftir að geðshræringin hefst, kemur það í ljós, að blóðið
hleypur eða storknar hálfu fyr en annars og er með þess-
um hætti hálfa klukkustund eða lengur, eftir að geðs-
hræringin er gengin um garð. Þetta stafar ekki af þvi,
að sykur jókst i blóðinu, svo einhverjar frekari breyting-
ar hafa hlotið að verða á því.
Ekkert segir fijótar til skapbreytinga en hjartað
^æðar°* °£ æðarnar- Menn fá meiri eða minni hjart-
slátt við ákafa geðshræring og er þá eins og.