Skírnir - 01.01.1924, Qupperneq 89
80
Áhrif geðshræringa á líkamann.
[Skírnir
hönd. Þjóðverjinn Ernst Weber hefir rannsakað þetta
nánar og reyndist honum, að allar geðshræringar, sem
hafa í för með sjer löngun til starfs og hreyfinga, t. d.
reiði, auka blóðþrýstinginn og veita blóðinu úr innýfl-
um, hörundi, hálsi og ytri pörtum höfuðsins, út í útlimi,
heila, lungu og hjarta. Jafnvel hugsunin ein um hreyf-
ingu og athafnir, eða starfsvilji, nægir til þess að breyta
æðunum þannig í skjótri svipan, þó maður hræri hvorki
legg nje lið. Hann fann einnig, að ákveðin svæði í heil-
anum stjórna þessum breytingum og frá þeim berast aðal-
lega áhrifin eftir hnoða- og innýflataugunum til líffær-
anna víðsvegar um líkamann. Alt æðakerfið er því á sí-
feldri hreyfingu, eftir því sem skapið breytist.
Augun taka ýmsum breytingum við geðshræring-
ri a ar. Allir sjá að augnaráðið breytist óðara, svo
auflun' að það eitt er oft ljós vottur um skapbrigði, en
erfiðara er að gera sjer ljóst, í hverju breytingin sje
fólgin. Sagt er, að augnrifan stækki nokkuð og er sem
augnalokin herpist dálítið saman. Þá stækkar ljósopið í
lithimnu augans og að lokum er sem augað sjálft ýtist
fram á við, eins og kemur fram í orðtakinu: að »augun
ætli út úr höfðinu* á reiðum manni. Það er eins og þess-
ar breytingar miði bæði að þvi, að gera dýrið eða
manninn ægilegri, og að hann sjái betur. Þegar ljósopið er
lítið, skýlir dökk lithimnan viðkvæmri sjónhimnunni. Við
geðshræringuna er skýlunni svift hlífðarlaust burtu, svo
ljósið geti fallið sem mest inn í augað.
. . Þess er áður getið hversu hörundsliturinn getur
hörundið breytst, orðið ýmist fölur eða rjóður, eftir því
hverjar tilfinningar hafa yfirhöndina. Þá brýtst
og sviti út um hörundið við mikla hræðslu, reiði o. þvíl-,
og jafnframt því sem hann gufar upp, kólnar bann og
kælir hörundið. Segja menn því stundum, að »köldum
svita« slái út um mann. Að lokum má stundum sjá, t. d.
ef hryllingur fer um mann, að yfirborð hörundsins verður
ósljett og úfið, líkt og fuglshamur. Þetta stafar af því, að
Þárvöðvarnir, smáir vöðvar, sem standa í sambandi við