Skírnir - 01.01.1924, Síða 90
íSkírnir]
Áhrif geðshræringa á líkamann.
81
■hárin og reisa þau upp, dragast ósjálfrátt saman. Þess
gætir að visu lítt, þó likhárin rísi nokkuð, en það lítur
út fyrir, að stóru hárin á höfðinu geti líka hreyfst. Að
minsta kosti er það gamalt orðtæki, að »hárin rísi á höfði
mannsí af skelfingu. Hitt er víst, að hárin rísa á mörg-
um dýrum við reiði, t. d. köttum. Þegar þeir reiðast og
búast til varnar, rísa hárin á hryggnum og afturhluta
skrokksins, líka á rófunni, og sýnist dýrið þá miklu fyrir-
ferðarmeira og ægilegra.
Vjer höfum nú nefnt nokkur dæmi þess,
timnníngarnar kversu tilfinningarnar hafa margskonar
áhrif á líkamann og mætti þó segja þá
■8ögu lengri. Hvernig getur nú reiðin, sársaukinn eða aðr-
ar tilfinningar flogið þannig og farið nálega út um allan
líkamann og það í skjótri svipan? Að sjálfsögðu má gera
ráð fyrir, að tilfinningarnar hefjist fyrst eða geri vart við
sig i heilanum, sem meðvitundin er bundin við, og það
'hlýtur þá að vera samband milli hans og allra hinna líf-
íæranna, sem fyrir áhrifunum urðu. Svo er þetta og. Frá
'heila og mænu liggja margkvíslaðir taugaþræðir til allra
líffæra líkamans og eftir þeim berast ýms áhrif á milli
með furðulegum hraða. Flest starfsemi líffæranna stjórn-
ast af slíkum taugum að meira eða minna leyti. Eftir
því sem þær æsast eða sljógvast, vex starfsemin eða
minkar.
Hvernig er þá taugum innýfla og æða farið, sem
skifta hjer mestu máli, og hversu skyldi starfsemi þeirra
og verkaskifting koma heim við breytingar þær, sem geðs-
hræringar valda? Tvær taugar starfa aðallega að stjórn
þeirra: hnoðataugin (n. sympathicus), sem jeg nefni svo,
af því að á henni eru mörg taugahnoðu (ganglia), og inn-
ýflataugin eða taugin víðförla (n. vagus). Báðar kvíslast
um flest innýfli og hnoðataugin fylgir auk þess æðum og
taugum víðsvegar út um líkamann, hreyfir æðarnar, og
hárvöðva hörundsins, sem reisa hárin og gera »fuglsham«,
°g veldur svitarensli úr svitakirtlum. Taugar þessar skifta
aðallega þannig verkum með sjer, að hnoðataugin eykur
6