Skírnir - 01.01.1924, Side 91
82
Áhrif geðshræringa á likamann.
[Skírnir
starfsemi líffæranna, en innýflataugin dregur úr henni
nema um störf sje að ræða, sem auka líkamsþróttinn.
Hnoðataugin er framsóknar og eyðslutaug, innýflataugin
(og nokkrar aðrar taugar, sem fylgja henni að málum) er
íhaldstaug, hvílir og safnar kröftum. Framsókn og íhald
togast þannig á í líffærunum, engu síður en á þingum
þjóðanna, en sá er munurinn á þeim og líkamanum, að
þar ríkir friðsamleg samvinna og hvað hjálpar öðru á
sinn hátt.
Til þess að fá nokkru glöggari hugmynd um það,
hversu starfsemi tauganna kemur heim og saman við
breytingar þær, sem vjer höfum áður talið að væru sam-
fara áköfum geðshræringum, þá er hjer sett stutt yfirlit
yfir helstu störf hnoðataugarinnar.
Auga: Vikkar ljósop og augnrifu, ýtir auga út, eykuar
tárarensli.
Nef: Þrengir æðar og minkar slímrennsli, gerir jafnframt
nasirnar nokkru rúmbetri fyrir andardráttinn.
Munnvatnskirtlar: Þrengir æðar þeirra, gerir munnvatnið
lítið og slímkent.
Hjarta: Flýtir hjartslætti, víkkar æðar hjartans.
Lungu: Víkkar æðar.
Magi og garnir: Þrengir æðar, stöðvar rensli úr kirtlum
og slakar á vöðvum og dregur úr hreyfingu þeirra.
Æðar: Þrengir æðar á höfði og hálsi og í innýflum, víkk-
ar þær á bol og útlimum. Eykur blóðþrýsting.
Hörund: Eykur svita og reisir hár.
Af yfirliti þessu er það ljóst, að flestallar líkamlegu
breytingarnar, sem fyr eru taldar, falla algerlega undir
starfsvið hnoðataugarinnar. Vjer getum því blátt áfram
hugsað oss, að þær spryttu af þeirri orsök einni, að taug
þessi yrði fyrir sterkum æsandi eða örvandi áhrifum.
Latneska nafnið sympathicus bendir og til þess, að menn
hafi snemma rent grun í, að hún stæði í nánu sambandi
við tilfinningar, því það þýðir samúðar- eða tilfinningataug.
Og þó er málið ekki svo einfalt, ef betur er gáð að.