Skírnir - 01.01.1924, Síða 93
84
Áhrif geðshræringa á líkamann.
[Skírnir
1. Æðar í innýflum kviðarholsins, hörundi og slím-
húðum dragast ákaft saman, en lítið eða alls ekki í lungum,
hjarta og heila.
2. Þrýstingur blóðsins vex stórlega, sem eðlilegt er,
úr þvi blóðið er að miklu leyti rekið úr stórum svæðum
í líkamanum. Hann getur orðið tvöfaldur eða þrefaldur,
við það sem eðlilegt er.
3. Hjartaslögin verða tíðari og jafnframt sterkari, svo
starfsemi hjartans vex og að mun.
4. Ymsir ósjálfráðir vöðvar dragast saman, t. d. vöðv-
inn sem víkkar sjónopið, hárvöðvarnir sem reisa hárin
og sumir vöðvar í getnaðarfærunum. Aðrir slakna svo
sem maga- og garnavöðvar, svo líffæri þessi hætta að
hreyfast. Eftirtektarvert er að vöðvar í lungnapipum
slakna og víkka þær því lítið eitt, svo andardráttur hefir
greiðari gang um þær.
5. Kirtlarensli breytist á ýmsan hátt. Það eykst úr
kirtlum í munni og maga, en þverrar úr brisi og lifur
(gallið).
6. Blóðsylcur vex og sykur kemur venjulega í þvagið.
7. Blóðið storknar fyr en vant er.
8. Dregur úr yöðvaþreytu líkt og vöðvarnir hefðu
fengið ríflegan hvíldartíma, svo vöðvar, sem voru að gef-
ast upp og verða þróttlausir, taka á ný til starfa, fám mín-
útum eftir að efni þetta tekur að verka á þá.
Vjer rekum oss hjer á einkennilegan hlut, nefnilega
að efni það, sem nýrnahúfurnar mynda og veita út í lík-
amann, hefir mjög hin sömu áhrif á hann og ákafar geðs-
hræringar eða æsing á hnoðatauginni,. Skiljanlegra er
þetta þegar þess er gætt, að kjarni nýrnahúfnanna mynd-
ast í fósturlífi að miklu leyti úr hnoðatauginni og á rót
sína að rekja til hennar. Fer því að líkum, að áhrif
beggja verði áþekk.
En er þá nokkurt samband milli geðshræringa og
starfsemi nýrnahúfnanna? Vissulega er það svo. Nákvæm-
ar tilraunir hafa sýnt, að nýrnahúfurnar, sem standa und-
ir sijórn hnoðataugarinnar, auka starfsemi sína um allan