Skírnir - 01.01.1924, Page 94
Skírnir]
Áhrif geöshræringa á likamann.
85
helming við reiði, hræðslu, sársauka o. þvíl. Hjer eru
þá tvö öfl, sem vinna að hinu sama: hnoðataugin, sem
hvetur fjölda liffæra til aukinnar starfsemi, en letur nokk-
ur, og sjerstakt efni, sem streymir úr nýrnahúfunum inn
i blóðið og eykur áhrif taugarinnar og starfsemi lífæranna
til mikilla muna. Nú er það skiljanlegt, að áhrifin hald-
ist nokkru lengur en geðshræringin, því húfuefnið hverf-
ur ekki samstundis úr blóðinu.
Hvaðan kom svo sykurinn í blóðið? Úr mjölmat og
sykri í fæðunni streymir stöðugt sykur inn í æðar melt-
ingarfæranna og berst eftir þeim til lifrarinnar. Þar er
honum breytt í dýrasykur (glykogen) og safnast hann
fyrir í lifrinni. Þaðan fer hann ekki sjálfkrafa, en tveir
kirtlar ráða mestu um það, hvort honum er safnað eða
hleypt úr lifrinni út í blóðið. Nýrnahúfurnar veita sykr-
inum úr lifrinni, en briskirtillinn heldur í hann og hefir
andstæð áhrif. Venjulega vega þessi áhrif salt, svo ör-
lítill sykur er í blóðinu, en geðshræringar auka svo starf-
semi nýrnahúfnanna, að þeim veitir betur og afleiðingin er
sú, að óvenju miklum sykri er veitt úr forðabúri lifrar-
innar út í blóðið. Sje hann ekki notaður til fullnustu,
skolast hann aftur burtu með þvaginu.
Það má heita undantekningarlaus regla, að
bréyttaganna starfsemi í líkama manna og dýra er á
einhver hátt nytsöm fyrir dýrið, svo framar-
lega sem líkaminn er heilbrigður. Það er eins og alt
reglubundið starf í likamanum miði að þvi, að gera dýrið
sem færast til þess að lifa sinu lífi, hagnýta sjer hvern
hlut sem best og komast hjá öllu skaðlegu.
Úr því að geðshræringar á mönnum og dýrum
eru ætið samfara margháttuðum og reglubundnum breyt-
ingum í líkamanum, má ganga að því vísu, að þær hafi
eitthvert nytsamt takmark, sjeu dýrinu á einhvern hátt
til gagns. En hvaða gagn hefir þá dýrið t. d. af því, að
flytja blóðið til úr einu líffæri í annað, eftir því sem skap-
ið breytist, hvað af þvi að auka blóðþrýstinginn eða
veita sykri og húfuefni út i blóðið eða breyta því svo, að