Skírnir - 01.01.1924, Síða 95
86
Áhrif geðshræringa á likamann.
[Skírnir
það hlaupi og storkni óvenjulega fljótt? Hvaða þýðingu
hafa breytingarnar á augum, vöðvum, hjartslætti o. fl.?
Við ákafar geðshræringar hafa dýrin allajafna mikla
hvöt eða jafnvel nauðsyn til skjótra athafna og oft og
einatt til að leggja fram alla líkamskrafta sína. Svo er þetta,
þegar dýrið eltir bráð eða þegar það forðar lífinu undan
ofsókn og hættu. Hvergi kemur þó þetta betur í ljós en
i bardaga, þegar dýr eða menn eiga líf sitt að verja.
Allar hinar margvíslegu breytingar á blóði og æðakerfi
eru bersýnilega gagnlegar, þegar dýrið þarf að beita öll-
um kröftum og leggja á sig ákaft erfiði um stuttan tíma.
Að blóðið streymir frá innýflunum og hörundinu út í vöðva,
lungu, hjarta og heila gerir það að verkum, að þau líf-
færin sem mest eiga að vinna, fá líka óvenjulega ríkug-
lega næringu, ekki sist þegar hjartað starfar jafnframt
með miklum krafti og kappi. Jafnframt víkka lungna-
pípurnar, svo andardrátturinn verður greiðari og ríflegri
en ella, og blóðinu berst óvenjulega mikið súrefni. Þetta
kemur sjer vel, því við ákaft erfiði myndast mikil kol-
sýra og súrefnið eyðist, en með greiða andardrættinum
er undir það ljett, að kolsýrau flytjist burtu og nægilegt
súrefni streymi stöðugt inn í blóðið.
Við alt þetta bætist nú hin ákafa starfsemi nýrna-
húfnanna, sem bæði eykur allar þessar breytingar og veit-
ir sykri út í blóðið. Nú var það einmitt sykur, sem vöðv-
arnir notuðu til vinnu sinnar, og óðar en hann þraut
gáfust þeir upp. Það var því óumflýanlegt, að óvenju-
mikið væri af þessu efni í blóðinu, til þess að vöðvarnir
hefðu úr nógu að spila. Þá gerði og húfuefnið það að
verkum, að sykurinn þvarr ekki strax í blóðinu, þó geðs-
hræringin gengi um garð. Það var eins og líkaminn vildi
vera á verði, til vonar og vara. En húfuefnið hafði og
önnur áhrif á vöðvana. Það olli því, að vöðvarnir þreytt-
ust miklu seinna og síður en annars hefði verið. Alt þetta
leiddi til þess, að maðurinn gat í reiði eða ákafri geðs-
hræringu leyst miklu meiri vinnu af hendi og unnið þyngn
þrautir, en hann hefði getað í hvers dags skapi. Allii'