Skírnir - 01.01.1924, Side 96
'Skírnir]
Álirif geðshræringa á líkamann.
87
vita að þetta er svo. Það er eins og mönnunum vaxi
afi og ásmegin við slíkar geðshræringar. I lífróðri róa
raenn sennilega tvöfalt, en þó því aðeins, að æst skap
og ákafur viiji reki á eftir. Þá getur og þreytan horfið
alt í einu, er húfuefnið tekur að streyma inn í blóðið.
Við ákafa vinnu og vöðvastarf eykst líkamshitinn
stórum. Allir finna, hve auðvelt er að vinna sjer til hita.
Nú má líkamshitinn ekki fara fram úr hæfilegu marki,
en geðshræringar búa ekki aðeins líkamann undir mikið
erfiði heldur sjá þær jafnframt fyrir nauðsynlegri kæl-
ingu, svo hann hitni ekki um of. Það er gert með því
að auka svitarenslið stórum. Uppgufun svitans veldur
svo mikilli kælingu.
Á breytingarnar í augunum hefir verið áður minst.
Þær miða aðallega að því, að sjónin verði sem best, en
að augun eins og ganga út úr höfðinu gerið útlitið ægi-
legra.
Þess er áður getið, að æðar í hörundi og á yfirborði
líkamans dragist allajafna saman og hörundið fölni.
Þessi breyting sýnist blátt áfram gagnleg í bardaga og
lífshættu. Tilfinningin i hörundi sljóvgast þá, svo oft og
einatt vita menn ekki af sárum og meiðslum fyr en víga-
móðurinn rennur af þeim. Sársaukinn trufiar þá síður
bardagann eða glepur fyrir. Við þetta bætist, að blóðið
storknar hálfu fyr en ella og augljóst er, hve miklu það
skiftir í bardaga. Bæði er þá yfirborð líkamans blóðlítið,
svo miuna blæðir úr því en ella, og blóðrás stöðvast
óvenju fljótt. Þetta má vel bjarga lífi manns, sem verð-
ur fyrir mörgum sárum.
Að hárin rísi á dýrum og fjaðrir á fuglum kemur
þeim visBulega að góðu gagni. Það þarf ekki annað en
að líta á reiðan kött, til þess að sjá hversu ófrýnilegur
hann verður, er hárin rísa, og ægilegur á að ráða.
Þó hjer sje fljótt yfir sögu farið, þá er það augljóst,
að þær líkamlegu breytingar, sem skapbrigði hafa í för
með sjer, eru allajafna mjög nytsamar, auka kraftana um
allan helming, minka sársauka og draga á ýmsan hátt