Skírnir - 01.01.1924, Page 97
88
Áhrif geðshræringa á likamann.
[Skirnir
úr yfirvofandi hættu. Aukna aíiinu og úthaldinu fyigir
og sú tilfinning, að finnast sjer allir vegir færir og að'
maður geti alt, en sje kröftunum beitt hlífðarlaust t. d. í
löngum bardaga, þá verða menn »ómáttkari en að vanda
á eftir® eins og sagt er um Kveldúlf og aðra berserki,.
er af þeim rann berserksgangurinn. Þá eru öll forðabúr
likamans tæmd og djúp þreyta knýr manninn til þess að
taka sjer langa hvíld og safna nýjum kröftum. Á þessu
ber lítið eða ekki, ef lítið er aðhafst, og það kann því að
vera eitthvað í því, að stundum geri menn sig reiða,.
einkum kvenfólk, til þess að ná í það ásmegin, sem geðs-
hræringunni fylgir. Konurnar gripa þá hvert smáræði
til deilu og illyndis og láta svo hvert orðið reka annað,
þangað til skapið er orðið æst. Heimska sýnist þetta
vera og óskemtilegt fyrir þá, sem fyrir ósköpunum verða,.
en á bak við það getur legið sú góða og gilda ástæða,
að við æsinguna breytist margt í líkamanum, kraftarnir
aukast og sjálfstraustið, svo manninum getur liðið öllu bet-
ur á eftir. Þessa tilfinningu hafa sumar konur og segja,.
að sjer líði betur á eftir, þegar geðshræring er gengin
um garð. Karlmenn leita og allajafna eftir æsandi áhrif-
um. íþróttir, kappleikir o. þvl. er það, sem þeir sækjast
einkum eftir, engu síður en orðasennu. Vera má það og,.
að lestur á »spennandi« skáldsögum, sem verka mikið á
tilfinningar, hafi svipuð áhrif. Víst er um það, að öllum
tilfinningum og skapbrigðum fylgja margvíslegar breyt-
ingar víðsvegar um líkamann og þær geta áreiðanlega
haft áhrif á heilsuna. Stundum eru þau bersýnilega óholl,
t. d. getur dutlungafulla, óstöðuga skapið valdið allskon-
ar óreglu á meltingarfærunum, þó heilbrigð sjeu í raun
og veru. Stundum er það aftur auðsætt, að áhrifin eru
holl, t. d. þegar ilmur og bragð af góðum mat vekja melt-
ingarfærin til starfa. Gleðinni fylgir fjörug blóðrás í heil-
anum, sem ætla má að sje holl og heilsusamleg, en sorg
og armæðu lítil og treg blóðrás. Það eru því ölllíkinditilþess,
að það sje nauðsynleg list að kunna vel að stilla skap
sitt, þó hollt kunni það og að vera að geta hleypt líkama