Skírnir - 01.01.1924, Page 99
Minning
sóra Björns prófasts Hallðórssonar
á Setbergi.
Eptir Hannes Þorsteinsson.
Hinn 5. desember þ. á. (1924) eru liðnar tvær aldir
írá fæðingu þeas manns, sem vafalaust má telja hinn
fjölhæfasta og þjóðnýtasta allra sveitapresta hér á landi
á síðara helmingi 18. aldar. Þessi maður er séra Björn
prófastur Halldórsson, er um 30 ára skeið gerði garðinn
frægan í Sauðlauksdal1) við Patreksfjörð, en síðast hélt
Setberg í Eyrarsveit. Að vísu hefur áður verið ritað um
hann allrækilega, fyrst af nákunnugum manni2 * * * * *) og síðar
af tveimur góðum fræðimönnum8). En með því að flest-
um lesendum Skírnis munu rit þessi lítt kunn, ætla eg,
að ekki þyki ofaukið, þótt þessa mæta manns sé nú
*) Eg held þessari mynd nafnsins, af því að hún liefur unnið svo
mikla hefð, enda þótt Sauðlausdalur sé eflanst hið upphaflega og rétta
heiti (shr. nánar um þetta bæjanafnaritgerð mína í Árbók Pornleifa-
félagsins 1923 hls. 49—50).
2) Þ. e. séra Birni Þorgrímssyni á Setbergi (fl832) er reit æfi-
sögu séra Björns, sem prentuð er i Kanpmann4höfn 1799. Það rit er
nú afar sjaldséð, og naumast nema á bókasöfnum.
s) Þ. e. Þórði háyfirdómara Sveinbjörnssyni (fl856) og Sæmnndi
kand. Eyjólfssyni (fl896). flinn fyrnefndi ritaði um séra Björn í »Bún-
aðarriti Suðuramtsins húss- og bústjórnarfélags* I, 2, Viðey 1843, en
f’ySSÚ' eingöngu á frásögn séra Björns Þorgrímssonar. En hinn siðar-
nefndi (Sæm. Eyj.) hefur ritað langýtarlegast um starfsemi séra Björns
í 9. árg. Búnaðarritsins, Rvík 1895, og er allmargt nýtt á þeirri ritgerð
að græða. Ennfremnr hefur Þorv. Thoroddsen getið séra Björns stutt-
lega i Landfræðissögu sinni III, 36—37., shr. einnig P. Pétursson: Hist-
eccl. Havniæ 1841, hls. 386—387.