Skírnir - 01.01.1924, Page 100
'Skírnir] Minning séra Björns prófasts Halldórssonar. 91
minnzt að nokkru á 200 ára afmæli hans, því að sjaldan
er góðs manns of opt getið, enda þótt fyrir löngu sé lið-
inn og lagður í mold.
Séra Björn Halldórsson er fæddur í Vogshúsum í
Selvogi 5. desember 1724. Foreldrar hans voru séra
Halldór Einarsson, þá prestur í Selvogsþingum, og kona
hans Sigríður Jónsdóttir* 1). Voru þau bæði af góðu bergi
brotin. Séra Halidór var son Einars bónda Þóroddsson-
ar í Fljótstungu í Hvítársíðu og síðar á Hofstöðum í Hálsa-
sveit og Guðrúnar Halldórsdóttur lögsagnara í Óiafsvík
Guðmundssonar lögréttumanns í Bæ í Borgarfirði (fl618)
Guðmundssonar iögréttumanns í Horðtungu Hallssonar
sýslumanns í Hjörsey Ólafssonar prests í Saurbæ á Hval-
fjarðarströnd Kolbeinssonar. En Sigríður móðir séra Björns
var dóttir Jóns prests hins eldra á Gilsbakka (ý 1718)
Eyjólfssonar prests á Lundi hins lærðasta manns (f 1675)
Jónssonar úr Grímsey Hallssonar, en sá Jón var dóttur-
son Hróðnýjar Sigurðardóttur, föðursystur Odds biskups,
*) Systkin séra Björns voru 1. Rannveig fyrri kona séra Gruðbrands
Sigurðssonar á Brjánslæk (t 3 779). Hún sýktist af holdsveiki, og dó
1768, bl. 2. Jón átti Björgu Grísladóttur, dó bl. 3 Guðrún elzta, kona
séra Halldórs Brynjólfssonar í Hraungerði (f 1774), nafnkunn yfirsetu-
kona, dó á Þingvöllum 14. aprll 1804, 83 ára. 4. Guðrún yngri, kona
séra Stefáns Högnasonar á Breiðabólsstað í Fljótshlíð, móðir séra Högna
i Hrepphólum og Sigriðar, konu séra Páls Þorlákssonar á Þingvöllnm,
og þar dó Gruðrún 16. júni 1801, 73 ára, s. á. og maður hennar og Sig-
ríður dóttir þeirra. 5. Guðrún yngsta, síðari kona séra Gnðmundar
Jónssonar á Krossi í Landeyjum (f 1767), móðir Jóns sýslumanns í Vik
i Mýrdal (f 1820). Hún dó í Káraneskoti í Kjós 1811, 82 ára. 6. Arn-
dís, giptist ekki, dó bjá séra Birni bróður sínum í Sauðlauksdai 25. júní
1764, 32 ára. 7. Sigríður, giptist ekki, dó úr holdsveiki á Stað i Stein-
grímsfirði 11. marz 1803, 69 ára. 8. Einar prestur í Hraungerði, sýkt-
ist af boidsveiki og varð að hætta prestskap, dó hjá bróður sinum í
Sauðlauksdal 21. okt. 1772, ókv. og bl. 9. Guðríður, yngst systkin-
anna, fædd s. á. og faðir hennar dó (1738), giptist ekki, dó á Þingvöll-
um 16. júlí 1818, 80 ára. Er eptirtektarvert, að 3 systkin séra Björns
°S 0f til vill fleiri, hafa dáið úr holdsveiki, og snm þeirra voru veikluð
á geðsmunum, jafnvel mestan hluta æfinnar, eins og t. d. Gnðrun
yngri kona sóra Stefáns Högnasonar, en sonarson þeirra séra Böðvar
•Högnason aðstoðarprestur á Hallormsstað dó úr holdsveiki 1835.