Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 102
Skirnir] Minning séra Björns prófasts Halldórssonar. 93
arair kuau annau. Fór séra Halldór svo suður aptur með
biskupi og þjónaði Selvogsþingum næsta vetur (1724-1725),
en fluttist alfarinn norður vorið 1725 og var þá Björn
sonur hans að eins hálfs árs gamall. Þjónaði séra Halidór
Stað full 13 ár, unz hann andaðist 21. nóv. 1738, að eins
43 ára gamall. Var hann stundum veill á geðsmunum
t. d. haustið 1728, en biskup hughreysti hann þá bréf-
lega með hjartnæmum bænarorðum1). Og eptir lát hans
ritaði biskup ekkju hans (3J. jan. 17392) og lofaði að taka
Björn son hennar í skóla meðgjafarlaust næsta haust og
það efndi hann. Sýnir þetta tryggð biskups við séra Hall-
■dór, er hann gerði ekki endasleppa við lát hans. En Björn
hafði áður lært til hlítar undir skóla hjá föður sínurn, og
var þá tæplega 14 ára, er hann missti hans við. Fluttist
ihann með móður sinni frá Stað vorið 1739 að Geirmund-
arstöðum í Selárdal þar í sókninni, og fór um haustið
suður i skólann, eins og biskup hafði ráð fyrir gert. Var þá
'Skólameistari þar Gísli Magnússon, síðar prófastur á Stað-
arstað, og svo biskup á Hólum (ý 1779).
Fyrsta veturinn, sem Björn var í skólanum (1739-1740)
kenndi honum Guðlaugur heyrari3) Þorgeirsson, síðast prest-
ar og prófastur í Görðum á Álptanesi (f 1789), en 2 næstu
vetur Einar heyrari Jónsson, síðar skólameistari, faðir Isleifs
etazráðs, harður og eptirgangssamur kennari, og iítt vinsæll
af piltum. Haustið 1742 kom Björn ekki til skólans, en
■á8tæður til þess eru mér ókunnar. Þann vetur (8. febr.
1743) andaðist Jón biskup Árnason. Haustið eptir (1743)
kom Björn aptur til skólans og naut þá um 2 vetur kennslu
skólameistarans Gísla Magnússonar, er útskrifaði hann með
vitnisburðarbréfi (stúdentsvottorði) á latínu ds. í Skálholti
29. maí 17454) eptir 5 vetra skólavist þar. Loðvík Harboe,
‘) Sbr. bréf bisknps til séra Halldórs 17. febr. 1729 (Brb. bisk. s. á.
bls. 419 í Þjskjs.). Hafði séra Halldór áður ritað bonum um vanbeilsu sina.
a) Brb. biskups V, 772-773.
s) Heyrarar (á dönsku >Hörere«) voru nefndir kennararnir í neðri
ibekk latínuskólanna hér fyrst, en skólameistarinn kenndi ávallt í efri bekk.
4) Sbr. Stúdentsvottorðabók frá Skálholtsskóla 1745—1784 i Þjskjs.