Skírnir - 01.01.1924, Page 104
Skírnir]
Minning eéra Björns prófasts Haiidórssonar.
95
1746 gerðist hann ritari Ólafs sýslumanns Árnasonar í
Haga á Barðaströnd (fl754) og dvaldi þar S'/a ár með
góðum orðstír. Þá bjó í Sauðlauksdal gamall prestur,
séra Þorvarður Magnússon1), er þá hafði þjónað því brauði
45 ár samfleytt (frá 1704) og að eins 5 síðustu árin (1744
—1749) haft aðstoðarprest, séra Eggert Ormsson, er bjó í
Saurbæ á Rauðasandi. En þá er hann hafði fengið Sel-
árdalsprestakall sumarið 1749 kallaði séra Þorvarður þá
þegar Björn Halldórsson sér til aðstoðarprests. Fór hann
þá austur í Skálholt og tók þar prestsvigslu af Ólafi bisk-
upi Gíslasyni 12. október 1749, nálega 25 ára gamall. En þá
er hann kom vestur, samdist svo milli hans og séra Egg-
erts, að séra Björn skyldi næsta vetur (1749—1750) þjóna
Selárdalsprestakalli, en séra Eggert vera kyr í Bæ til
vorsins og gegna aðstoðarprestsembætti séra Björns þar í
sókninni þann vetur. Næsta vor (1750) fór séra Björn
að Saurbæ, og var þar næsta fardagaár til heimilis hjá
Gunnlaugi bónda Gíslasyni. í fardögum 1751 reisti séra
Björn lítið bú í Saurbæ og bjó þar tvö ár, þangað til
hann fluttist að Sauðlauksdal vorið 1753, því að séra Þor-
varður hafði andazt haustið áður (27. okt. 1752) og séra
Björn þá fengið veitingu fyrir brauðinu s. á. Hafði Sauð-
lauksdalur verið gerður að prestssetri (beneflcium) í tíð
séra Þorvarðs (1724) að gjöf erfingja Guðrúnar eldri Egg-
ertsdóttur, ekkju Björns sýslumanns Gíslasonar í Bæ (f 1679).
Höfðu þar áður búið um langa hrið framtakslausir menn
og fátæklingar, svo að jörðin var komin í órækt, en séra
Þorvarður jafnan fátækur, svo að hann gat lítt hresst
staðinn við. Voru þá bæði staðarhús og kirkja hrörleg
mjög og að hruni komin, er séra Björn tók við. En
Sauðlauksdalur var ekki lengi að taka stakkaskiptum í
ábúð hans. Séra Björn var skipaður prófastur í Barða-
strandarsýslu af Finni biskupi 1756 og sama haust kvong-
aðist hann Rannveigu dóttur merkismannsins Ólafs Gunn-
laugssonar í Svefneyjum, systur hinna nafnkunnu Svefn-
‘) Hann var 4. maðnr í teinan karllegg frá séra Einari Sigurðs-
syni i Heydölum (f!626),