Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 105
96
Minning séra Björns prófasts Halldórssonar.
[Skírnir
eyjabræðra Eggerts og Magnúsar lögmanna og Jóns Svefn-
eyings (Hypnonesius), er kallaður var »hinn lærði Islend-
ingur* (f 1811). Kona Olafs var Ragnhildur Sigurðardóttir,
systir Guðmundar sýslumanns á Ingjaldshóli (f 1753), Þor-
gríms sýslumanns í Hjarðarholti í Mýrasýslu (f 1785) og
þeirra systkina. Þau hjón Olafur og Ragnhildur brugðu
búi, þá er Ranuveig dóttir þeirra giptist séra Birni, og flutt-
ust til þeirra að Sauðlauksdal og voru hjá þeim alla æfi
upp þaðan. Andaðist Ragnhildur í Sauðlauksdal 22. apríl
1768, 74 ára, rúmum mánuði áður en Eggert sonur hennar
fórst, en Ólafur lifði 16 árum lengur og andaðist á Set-
bergi 16. júlí 1784, fullra 96 ára að aldri (f. 1688)1). Þau
séra Björn og Rannveig áttu saman eitt barn, er fæddist 23.
apríl 1758; var það sveinn og skírður Halldór, en hann and-
aðist á 3. ári 18. des. 1760, foreldrunum til mikils harms2).
Séra Björn var fátækur, er hann kom að Sauðlauks-
dal, en brátt tóku efni hans að blómgvast, einkum eptir
giptinguna, enda var Rannveig hin mesta ágætiskona,
skörungur mikill og stjórnsöm og vel að sér um allt. Voru
þau hjón mjög samhent í öllum búskaparframkvæmdum
og allur heimili8bragurinn fyrirmynd. A árunum 1756—
1764 hafði séra Björn reist öll staðarhús í Sauðlauksdal
og byggt vandaða kirkju. Var allt þetta gert með svo
mikilli prýði, að naumast þótti þá nokkurt veglegra og
fríðara prestsetur á Vesturlandi en þar. En jafnframt
þessu hófust þá hinar margvíslegu framkvæmdir og ný-
*) Finnur Magnússon, sonarson Olafs, ritaði lofgrein allmikla
nm hann i danska ritinu Minervu 1803, II. 303—307, telur upp rit
hans og segir, aö liann hafi verið duglegur bóndi, aðfaramikill og slyng-
ur sjómaður, afkastamikill rithöfundur og gott skáld, ennfremur málari,
skrautritari, myndskeri, trésmiður og járnsmiður og allt þetta eins og
framast gæti orðið á Islandi. Hann getur og þess, að séra Gruöbrandur
SigurðBson á Brjánslæk (systursonur hans) hafi ort sextuga lofdrápu
um þennan óviðjafnanlega bóndamann. — Séra Björn reit æfiminningu
Ólafs tengdaföður síns, og rerður þess síðar getið.
J) Séra Björn Þorgrímsson segir (Æfis. B. H. 1799 bls. 13), að
Eggert Ólafsson, er þá var i Sauðlauksdal, hafi »með sinni umgengni
og fortölum sefaö mjög sorg þeirra hjónanna« við fráfall þessa mann-
vænlega og skynuga barns þeirra.