Skírnir - 01.01.1924, Side 108
98 MinnÍDg séra Björns prófasts Halldórssonar. [Skírnir-
Hvorki Skúla, Eggert Ólafssyni eða öðrum forystumönnum.
á 18. öld kom til hugar, að annað stjórnarfyrirkomulag
en »landsföðurlegt« einveldi gæti komið hér til greina.
Og agnúar þeir, sem menn fundu á verzlunareinokuninni,
voru alls ekki settir í samband við stjórnarfyrirkomulagið
eða eignaðir konungsvaldinu að nokkru, því að það. var
hátt hafið yfir alla »kritik«, en hinir fáu, sem eitthvað
þorðu að mjæmta um verzlunarólagið, skelltu allri skuld-
inni á kaupmennina, hina svikulu þjóna, er tröðkuðu hin-
um háloflega, blessaða vilja, hans hátignar konungsins,
landsins herra, forsjár og verndara. En þótt 18. öldin
sé hér á landi algerlega snauð að pólitískum frelsisfröm-
uðum, þá er hún merkisöld samt, þvi að hún er breyt-
inga- og umbótaöld á margan hátt, sérstaklega siðari hluti
hennat', eptir að óeirðamennirnir á fyrri hluta hennar
voru undir lok liðnir, og hinar óþrotlegu og smásmyglis-
legu, persónulegu illdeilur úr sögunni.
Samhliða, stofnun »innréttinganna« (4. jan. 17521) voru
þeir Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson sendir með styrk
af konungsfé til íslands 17512) til þess að ferðast um>
landið þvert og endilangt og kynna sér allan hag þess,
bæði frá vísindalegu og efnahagslegu sjónarmiði; áttu þeir
svo að gera tillögur um, hvernig haganlegast yrði unnið'
að umbótum og viðreisn landsins. Ferðalag þeirra félaga
um landið (1752—1757) var því einn aðalþátturinn i við-
reisnarstarfi því, sem þá var farið að vinna að fyrir Is-
land, bæði af hálfu stjórnarinnar og innlendra manna.
Var það þá almennt efst á dagskrá, að aðalatriðið væri að'
efla ræktun landsins, samhliða iðnaðinum. Og margir
héldu þá, að unnt væri að koma hér á kornrækt, svo
að gagni yrði. Þessvegna var Birni Markússyni sýslu-
manni í Skagafirði, siðar lögmanni, veittur með konungs-
úrskurði 14. apríl 1750* * 8) 200 rd. styrkur til þess að gera
tilraun með kornrækt hér á landi. Fékk hann norskau
*) Lovs. for Isl. III, 98—107.
a) Sbr. kgsbréf 23. april 1751: Lovs. for Isl. III, 70—72.
8) Lovs, for Isl. III, 37—38.