Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 109
Skírnir] Minning séra Björns prófasts Halldórssonar. 99
dáta til að standa fyrir þessu verki, en sú sáning bar
engan ávöxt1). Árið 1752 voru sendir hingað norskir og
józkir bændur, samkvæmt tillögum Skúla2), til að kenna
mönnum bér akuryrkju, einkum kornrækt, en þeir urðu að
engu gagni til þess og hrökkluðust flestir burtu héðan 1754.
Um sumarið á alþingi það ár birti amtmaður öllum þing-
heimi konungsúrskurð frá 26. febr. s. á 3), er meðal ann-
ars fyrirskipaði, að hver bóndi, sem ætti 10 hndr. í jörð,
skyldi með kostgæfni plægja og sá í blett, sem ekki væri
minni en 45 álnir á hvern veg (þ. e. 225 ferh, faðmar);
hann skyldi og gera matjurtagarð, er mætti vera 8/4 minni
en hin spildan (kornakurinn), en þetta hvortvæggja skyldi
vera að sama skapi stærra, ef bóndinn ætti stærri jörð
en 10 hndr. Hótað var hörðu, ef þessu boði yrði ekki
hlýtt, en þó mun mjög hafa orðið misbrestur á því, þótt
margir yrðu til að gera þessar tilraunir með kornrækt,
en þær misheppnuðust hjá flestum eða öllum4 * * *). Og svo
varð einnig hjá séra Birni, sem þó mun hafa gert sér far
um að ná góðum árangri og hlýðnast skipun konungs út i
æsar. Og hann var víst sá eini maður hér á landi, sem
þá 'gerði miklu meira, en boðið var, því þá hófust hin
mikilsháttar garðyrkju- og jarðabótafyrirtæki hans í Sauð-
lauksdal, auk byggingar kirkju og staðarhúsa, sem áður
er getið. Hann lét girða allt túnið með vönduðum 560
faðma löngum garði. Er því mjög hætt við sandfoki frá
sjó, einkum þeim hluta þess, er til landnorðurs veit, og
0 Sáðmaðnr þessi átti samt barn með prestsdóttur þar nyrðra
(Gróu Siguröardóttur frá Bægisá).; (Sjá annál séra Björns árið 1751 í
Lbs. 230 fol.j.
-) Skúli haföi stungið upp á, að þeir yrðu alls 15 (auk fjölskyldu
sinnar), en þeir urðu vist aldrei svo margir, er fengust til að fara hingað.
3) Sbr. Lovs. for Isl. III, 190—193.
*) Með rentukammerhréfi 30. apríl 1761 var Magnúsi amtmanni
hoðið að leggja fyrir emhættismenn og helztu bændnr, að þeir skyldu
gera matjurtagarða liver á sínu heimili, en þeir, sem vanræktu þetta
skyldu greiða 2—3 vættir fisba til hegningarhússins, og eptir það tvö-
falt á hverju ári, þangað til þeir hlýðnuðust (sbr. Lovs. for Isl. III,
439, 443), og árið eptir ítrekaði rentnkammerið þennan hoðskap.
7*