Skírnir - 01.01.1924, Síða 110
100 Minning séra Bjiirns prófasts Halldórssonar. [Skírnir
því fékk séra Björn útvegað sér skipun landstjórnarinnar,
að sóknarmenn hans skyldu hjálpa honum til að gera
garð fyrir þeim jaðri túnsins, er mest hætta stafaði af
sandfokinu, samkvæmt vottuðu þingsvitni 1757. En sú
kvöð varð óvin3æl hjá bændum, og var því garðurinn af
sumum nefndur ^Ranglátur*1). Séra Björn setti einnig
færikvíar á túnið til að eyða mosa, og mun það naumast
tíðkazt hafa áður hér á landi.
Baráttan við sandinn heflr jafnan verið örðugasta
viðfangsefni Sauðlauksdalspresta. Þar fýkur fínn skelja-
sandur frá sjónum upp dalinn og á túnið, og er illt að
sporna við þeim vágesti2). Séra Björn fór heldur ekki
varhluta af þeirri baráttu. Hinn 16. og 17. febrúar 1763
gerði sandfok svo miklar skemmdir í Sauðlauksdal, að til
vandræða horfði. Þá var það, sem séra Björn orti vísur
þær um sandinn, er eg set hér, bæði af því að þær eru
sjaldséðar, liðlega ortar og lýsa vel erfiðleikum þeim, er
séra Björn átti við að stríða við ræktun jarðarinnar. En
þær eru svolátandi:
1. Sandnr mér hingað sendist
sandnrinn á þann vanda,
sandnrinn sjónir blindar,
sandurinn byrgir landið,
sandurinn sést hér undir,
sandur til heggja handa,
sandnrinn sáðverk hindrar,
sandnr er óstillandi.
2. Sandur á sætrum lendir,
sandurinn klæðum grandar,
sandurinn hyggðum sundrar,
sandnrinn teppir anda,
sandur i drykknum syndir,
sandur í froðu blandast,
‘) Nokkur hluti þessa garðs stendur enn i dag og nefnist þessu
nafni. (Eptir frásögn manns úr Patreksfirði i jan. 1924).
?) Séra Björn getur þess í Grasnytjum (bls. 150—152) að han*
hafi sáð melfræi í foksandinn til að hepta hann, og hafi þær tilraunir
heppnazt allvel, en ekki liafi samt melgrasið náð þar jafnmiklum þroska
eins og t. d. austur á landi (i Skaptafellssýslu).