Skírnir - 01.01.1924, Side 111
Skírnir] Minning séra Björns prófasts Halldórssonar. 101
sandurinn sætir undrum,
sandurinn er minn fjandi.1)
Svo hafði sandfok þetta orðið nærgöngult, að séra Björn
ritaði Magnúsi amtmanni 21. júní s. á. (1763), og kvaðst
mundi verða að flýja frá Sauðlauksdal vegna eyðingar
jarðarinnar af sandfoki, og flytja sig á bóndabýli þar í
sókninni, ef ekki yrðu skorður við reistar. Og í öðru
bréfi til amtmanns 22. júlí s. á.2 * * * * *) getur hann nánar um
þetta mikla sandfok og landbrot, er orðið hafi þá um
veturinn; kvaðst hafa varið 10 rd. á hverju ári til að
koma burt sandi, er hafi fokið, og sé það meira en V*
hluti teknanna. Biður hann amtmann að gera ráðstafanir
til, að prestsetur þetta, Sauðlauksdalur, fari ekki í eyði
og verði ekki að sandflagi8). Ekki er kunnugt, að amt-
maður hafi sinnt þessum tilmælum að nokkru.
Við túnið í Sauðlauksdal og jafnvel í því voru margar
smálindir og kaldavermsl, er hnekktu grasvextinum. Lét
séra Björn ræsa þær fram og safnaði öllu vatninu í læk,
er hann leiddi umhverfis bæjarhúsin, og var þar svo um-
búið, að veita mátti honum á sumrin á ýmsa hluta túns-
ins, er hættast var við bruna í þurkatíð, og sömuleiðis
mátti veita honum í stærsta matjurtagarðinn til vökvunar,
ef á þurfti að halda. í læk þennan voru settar stíflur
eða vatnsþrær, sumar fyrir neyzluvatn til heimilisþarfa,
sumar til þvotta og sumar til að geyma í lifandi silunga,
bæði til skemmtunar og til matar, ef skjótt þurfti til að
taka. En þar sem lækur þessi féll næst fjárhúsunum var
’) Era með eiginliendi höf. í Lhs. 709 8vo, en afskriptir i J. S.
231 4to, sbr. Lbs. 164 4to hls. 83.
2) Þessi hréf eru í Þjskjs. A 12 d.
s) Vetarinn 1789, 7 vetrum eptir brottför séra Björns frá Sauð-
lauksdal, geröi sandfok svo miklar skemmdir þar á túninu, að séra Jón
prófastur Ormsson, er þar bjó þá (f 1828) ritaði Hannesi biskupi 4. maí
um vorið og taldi skemmdir þessar (af rolcsandi og möl) óhætandi, og
kvaðst sjá sér öldungis ófært að húa þar lengur, jafnvel þótt hann hljóti
að vera þar næsta fardagaár, þvi að hann geti þá þegar enga hentnga
bújörð fengið innansóknar (shr. bréf prófasts í Þjskjs.) En ekki varð
samt af því, að séra Jón flyttist frá staðnum.