Skírnir - 01.01.1924, Side 112
102 Minning séra Björns prófasts Halldórssonar. [Skírnir
byggt yfir hann skýli, og þar brynnt fénaði á vetrum1).
Munu þessar vatnsveitingar hafa þótt allmiklar nýjungar
í þann tíð, enda mun séra Björn hafa orðið fyrstur manna
til að taka þær upp hér á landi, þótt þær að visu tíðk-
uðust að nokkru í fornöld, en voru þá fyrir langa löngu
niður lagðar. — Til þess að friða túnið fyrir átroðningi
og 8kemmdum af hrossum og umferð aðkomumanna, lét
hann grafa tröð gegnum túnið ofan að vatninu, 100 faðma
langa og 5 faðma á breidd, en viðast hvar meira en 4
álna djúpa, og var hún hlaðin upp með snyddu að innan-
verðu, en garðlag upp af beggja vegna. Var tröð þessi
hinn eini alfaravegur, sem lá til bæjarins í Sauðlauksdal
í tið séra Björns.
Séra Birni voru það mikil vonbrigði, að tilraunir hans
og annara með kornræktun heppnuðust ekki, því að hann
þóttist sannfærður um, að korn gæti þróazt hér á landi,
eins og fyrrum, og eins og í Noregi á sama breiddarstigi.
Kvaðst hann ætla, að þessi óheppni mundi stafa af skorti
á þekkingu, reynslu og þolinmæði2 3). Annars virðist svo
sem hann hafi sjálfur hætt bráðlega við ýtarlegar tilraun-
ir í kornræktinni, er hann sá, að þær heppnuðst ekki, enda
segir hann, að jarðvegur þar (í Sauðlauksdal) sé of þur
og sendinn til kornræktar, þótt hann sé hentugur fyrir
ýmÍBlegar aðrar jurtategundir. 1760 fékk liann bygg frá
Færeyjum og sáði því í tvennskonar jarðveg, en það náði
engum verulegum þroska8).
Séra Björn á heiðurinn af því að hafa orðið fyrstur
manna til að rœkta kartöflur hér á landi. Hafði hann
fengið vitneskju um, að þær væru ræktaðar í Þýzkalandi
og víða annarsstaðar í Evrópu, og þættu ágætar til mann-
eldis. Þá var og nýbyrjað að rækta þær í Danmörku,
því að þýzkir bændur, er fengnir voru til Jótlands, höfðu
kennt Dönum að rækta þær þar í landi. Séra Björn lang-
aði til að reyna, hvort þessi nytsama planta mætti þríf-
') Æfisaga B. H. Kh. 1799 bls. 10-11.
2) Sbr. Korte Beretninger etc. Kli. 1765, bls. 10.
3) Sama rit bls. 15—16.