Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 113
'Skírnir]
Minning séra Björns prófasts Halldórssonar.
103
ast hér á landi, því að hann þóttist sannfærður um, að
hún yrði landsmönnum til mestu nytsemdar, ef hún gæti
vaxið hér, og gæti bætt það upp, er kornræktunin mis-
íókst. Það var árið 1758, sem hann pantaði skeppu af
kartöflum til útsæðis frá Kaupmannahöfn, en fékk hana
ekki fyr en snemma í ágúst sumarið eptir, þvi að skipið,
er þær komu með, hafði haft langa útivist; höfðu þær
»spírað« svo á leiðinni, að hann hélt, að þær væru ónýt-
ar, og gróðursetti þær ekki í garð, með því að þá var
einnig orðið svo áliðið, heldur í stórt ílát og huldi þær
moldu, og þetta hafði þann árangur, að í október fékk
hann nokkrar mjög smávaxnar kartöflur, hinar stærstu á
stærð við piparkorn, að því er hann segir. Þessar kar-
töflur geymdi hann og gróðursetti þær til reynsiu árið
eptir (1760), og eptir 4 vikur sá hann vaxa upp af þeim
jurt, áður óþekkta hér á landi, eins og hann kemst að
orði1). Snemma í júní sama vorið fékk hann einnig nýj-
ar kartöflur frá Kaupmannahöfn, er hann þá þegar gróð-
ursetti, og fékk um haustið fullvaxnar kartöflur. Hafði
hann gróðursett þær í ýmiskonar jarðvegi til þess að
reyna sem rækilegast fyrir sér, en bezt spruttu þær, er
hann hafði gróðursett í sandblendna jörð. Girti hann þá
af í túninu 100 ferhyrningsfeta blett fyrir kartöflur, og
voru þá 4 matjurtagarðar í Sauðlauksdal. Séra Björn læt-
ur þess getið, að árið 1760 hafl góður vinur sinn, er sé
prófastur á Suðurlandi, fengið fullþroskaðar kartöflur, og
mun það vera séra Guðlaugur Þorgeirsson í Görðum, en
aéra Björn mun hafa orðið fyrri til að hefjast handa í
þessu með pöntun sinni 1758 og gróðursetningu árið eptir2).
Eptir þetta breiddist kartöfluræktin smátt og smátt út á
Vesturlandi, þótt mjög væri það hægfara, eins og með kál-
garðaræktina og aðra garðrækt. Sinnuleysi og aðfara-
leysi almennings að færa sér nokkrar nýungar í nyt, var
þá svo mikið, að raenn nenntu naumast að hræra hönd né
*) Korte Beretninger Kh. 1765 hls. 17.
a) Um þessar ræktunartilraunir er getið allýtarlega i »Korte Be-
tretninger« bls. 16—20.