Skírnir - 01.01.1924, Page 114
104
Minning séra Björns prófasts Halldórssonar.
[Skirnir
fót til slíkra hluta, nema eptir beinum yfirvaldsskipunum af
ótta við sektir. Séra Björn átti því í fyrstu við mikla
erfiðleika að berjast, sem brautryðjandi í garðrækt hér á
landi, ekki sízt vegna rótgróinna hleypidóma, vanafestu
og fáfræði almennings, sem alls ekki kunni að meta þessa
starfsemi hans fyrst framan af. En hann sigraði, er
stundir liðu.
Tilraunir þær í trjárækt, sem séra Björn gerði, mis-
tókust að mestu eða öllu leyti, og verður ekki nánar
út í það efni farið hér. En i matjurtaræktinni komst
hann langt áleiðis. Lét hann fyrst gera 3 allstóra mat-
jurtagarða, og uxu þar allskonar káltegundir o. m. fl.1).
Svo bættist fjórði garðurinn við, kartöflugarðurinn, sem
áður var getið, svo að ekki skorti matjurtirnar í Sauð-
lauksdal á þeim árum. Séra Björn segir, að vinnufólkið
hafi í fyrstu látið illa við kálinu, en svo hafi það vanizt
við það smátt og smátt og þótt það gott, enda hafði hann
gott lag á að blanda matjurtunum saman við aðra fæðu,
svo að hún yrði lostætari2).
1760 kom góður gestur að Sauðlauksdal, er dvaldi
þar þá 4 ár samfleytt (1760—1764) og varð séra Birni
*) Eggert Olafsson telur upp margar tegundir matjnrta, er þar vaxi:
»grænt, hvítt, rautt snið savojkál og kaalraven yfir og undir jörðu, sinep,
spinat, salat, lauknr, pétursselja etc., næpur, hvítar rófur og rediker*.
(sbr. hréf til Jóns Olafssonar frá (xrunnavik, ds. i Sauðlauksdal 7. sept.
1761, í Andvara I. árg. bls. 178).
2) Annar prestur var þá á Yesturlandi, er tók að leggja allmikla stund
á garðrækt, hér um bil saintímis séra Birni. f>að var fornkunningi hans
séra Jón Bjarnason, þá á Ballará, síðar á Rafnseyri (f!785). Hann getur
allýtarlega um garðrækt sina í bréfi til Magnúsar amtmanns 5. júli 1760
(Þjskjs. A. 12 c), er hafði fengið hjá honum ýmsar frætegundir til út-
sœðis, einkum kálfræ. Segist séra Jón hafa margskonar kálfræ, einnig
spinat, Balat, rófur og hreðkur, sem allt saman spretti nú hjá sér »dæilega«.
Að likindum hafa þelr prestarnir staðið i sambandi hvor við annan um
þessar garðræktartilraunir og séra Björn haft frumkvæði að þeim. En
séra Jón hefur hrugðið fljótt við að taka þetta eptir honum. í »Kjöben-
havns nye Tidender« nr. 85 1765 (eptir fréttabréfi frá íslandi 2. sept..
s. á.) er getið 3 íslenzkra presta, er leggi stund á garðyrkju og aknr-
yrkju: séra Björns, séra Guðlaugs i Görðum og séra Jóns á Ballará.