Skírnir - 01.01.1924, Page 115
Skírnir] Minning séra Björns prófasts Halldórssonar. 105-
til hinnar mestu ánægju og uppörfunar í starfsemi hans.
Það var Eggert Olafsson, mágur hans og gamall skóla-
bróðir. Fékk hann sérstaka stofu til ibúðar fyrir sig með
ofni, sem þá var fátítt, og öðrum þægindum, eptir því
sem bezt varð á kosið á sveitabæ á þeim timum, enda
undi Eggert þar ágætlega hag sínum, og minnist opt á
það í bréfum sínum1). Voru þeir mágar mjög samrýmdir
og sammála um flest, virtu. hvor annan að verðleikum
og höfðu mikið saman að sælda. Er enginn vafi á því, að
dvöl Eggerts í Sauðlauksdal hefur hleypt nýju lífi og fjöri
í framkvæmdir séra Björns og að þeir hafa haft mikil og
góð áhrif hvor á annan, en ekki skal dæmt um, hvor
hafi þar verið veitandi eða þiggjandi, því að báðir voru
mennirnir vitrir, víðsýnir og vel að sér um flest, þótt
Eggert hafi vitanlega verið harðlærðari í sumum vísinda-
greinum t. d. sérstaklega í heimspeki, náttúrufræði og
nýrri málunum. Þó var séra Björn mjög vel að sér í
grasafræði. Mátti þá segja, að setinn væri Sauðlauks-
dalur, er þeir mágar voru þar samtíða í fullu fjöri. Var
til þess tekið, hve mikil stórmennska og ríkilæti þar hefði
verið, er Eggert var þar að vistum, og komst jafnvel
það orð á, að séra Björn væri stórlátur maður, en það
mun hafa komið af lyndiseinkunn hans, að hann var frem-
ur fálátur við ókunnuga og þá, er hann lítt þekkti, eins
og sagt var um Eggert. En gleðimenn voru þeir báðir
á sinn hátt, og höfðu ánægju af allskonar nýjunga til-
breytni og tilraunum. í einum matjurtagarðinum lét séra
Björn gera skemmtihús (Lysthús); var það ferhyrnt og all-
ar hliðar jafnlangar, en þakið myndaði að ofan ferhyrnd-
an »pyramida« og efst uppi var áttstrendur knappur. Við
hliðina á húsinu var gróðursettur mustarður, og varð hann
8vo hár, að blöðin tóku upp á þakið. Þótti Eggert gott
að sitja þar í skugganum undir mustarðsblöðunum, þá er
sólarhiti var mikill á sumrum, og þar mun hann eflaust
*) Sbr. meðal annars nokkur bréf frá Eggert frá árunum 1761—
1763 til Jóns Olafssonar frá Grunnavík og Bjarna landlæknis, sem prent-
uð eru i Andvara I. og II. árg.