Skírnir - 01.01.1924, Page 116
106 Hinning séra Björns prófasts Halldórssonar. [Skírnir
hafa ort ýms kvæði sín, þar á meðal »Lysthúskvæði«, lof
um skemmtihúsið, er svo hefst: »Undir bláum sólarsali
Sauðlauks upp í lygnum dali* o. s. frv.1 2 *) Segir Eggert
að þetta sé fyrsta og einasta skemmtihús á íslandi8).
Annað kvæði Eggerts, er ort var í Sauðlauksdal, er
svonefnt »Hnattarkvæði«8) »Hnötturinn, sem í Sauðlauks-
dali« o. s. frv.). Er það um jarðlíkan, er smíðað var í
Sauðlauksdal 1762 af íslenzkum hagleiksmanni4 *); var hnött-
ur þessi á stærð við ungbarnshöfuð, og snerist á ásum
(völturum), málaður með heimsálfum, löndum og höfum,
með lengdar- og breiddarstigum, baugum og mælistigum,
málböndum og töflum til skýringar6).
En hið langmerkasta kvæði Eggerts, er hann orti í
íSauðlauksdal, er tvímælalaust »Búnaðarbálkur«. Mun það
ort veturinn 1761—17626), og er enginn vafi á því, að þar
er sérstaklega átt við starfsemi séra Björns og heimilis-
hætti alla i Sauðlauksdal. Það er fyrirmyndin, sem Egg-
ert hefur í huga, er hann yrkir kvæðið, eins og berlega
kemur fram í hinu merka bréíi á latínu, er hann reit
séra Birni um sumarmál 1764 (nokkru áður en hann
sigldi til Hafnar aptur), þar sem hann tileinkar honum
kvæðið. Og kemst hann meðal annars svo að orði, sam-
kvæmt íslenzkri þýðingu bréfsins, sem prentuð er í l. árg.
Ármanns á alþingi7): »Þetta efni hef eg þannig útlistað, að
það gæti hlýtt góðum og vondum, skynugum og fáfróðum,
kostgæfnum og lötum, en það sem gott er á bezt heima hjá
‘) Sbr. Kvæði Eggerts Kh. 1832, bls 219-220.
2) Korte Beretninger bls. 30—31.
s) Kvæði Eggerts bls. 228—229.
4) Gæti verið Ólafur Gunnlangsson, íaðir Eggerts, þvi að hann
var skurðhagur maður og málari, en Eggert hefur eflaust sagt fyrir um
verkiö. Þetta ræð eg meðal annars af því, að Eggert nefnir ekki nafn
smiðsins, hvorki i kvæðinu né annarsstaðar, er hann minnist á »gamms-
•egg« þetta, er hann svo kallar. (Andvara I. hls. 182),
6) Shr. bréf Eggerts til Jóns frá Grunnavík 17. sept. 1762 (And-
vara I. árg.).
°) Sbr. sama hréf (Andvara I. 182—183).
7) Bls. 116—118. Erumrit þessa hréfs mun nú glatað.