Skírnir - 01.01.1924, Síða 117
'Skírnir]
Minning séra Björns prófasts Halldórssonar.
107
þér, elskulegi tengdabróðir; er það með áaettu ráði, því eg
hef tekið dæmi af þér og lýsir miðstefið1) þinni umliðnu æfi,
en einkanlega inniheldur seinasta stefið2) lifandi afmálun.
af þér og þinni elskulegu ektakvinnu, því þú hefur látið
skaðlega hleypidóma landsmanna okkar víkja fyrir nyt-
samlegum fornaldarfræðum; hefur þetta sýnt sig i því, að
þú hefur komið skipun á þína heimilisháttu og endurbætt
þá, bæði að siðum og vinnubrögðum og sýslunum, því
að auk embættisanna þinna hefur þú daglega varið nokkr-
um tima til opinbers bænahalds eða hússlesturs, og aptur
upptekið góða hússtjórn, sem almennt er vanrækt. Enn-
fremur hefur þú stundað þann lífernismáta, sem er hinn
-saklausasti og heilnæmasti og hagsælasti, já, sem meir
en aðrir likist mannsins sakleysisstandi og er hinn inn-
■dælasti. Þú hefur, segi eg, tekið þetta fyrir þig með svo
mikilli alvörugefni, að þú á stuttum tíma skaraðir í því
langt fram úr öðrum, taldir mörgum trú um að taka
þann sama lifnaðarmáta upp og kenndir hann þeim síðan
góðfúslega. Með þessu meina eg matjurtarækt þína og
aðra viðleitni í jarðyrkju og jarðrækt í landi voru. Þessu
■erfiði hefðir þú ekki getað afkastað án blessunar hins
sanna guðs, hvað ríkur sem þú hefðir verið, en sá góði
guð gaf oss fátæktina, sem betri er öllum auðæfum og
ávaxtarsömust allra nytsamra hluta. Hún sannfærir oss
um vorn óverðugleik, og að oss beri að vera þakklátum
við guð«.
Þessi ummæli Eggerts sýna Ijóslega, hve mikla ást
■og virðingu hann hefur haft á mági sinum, og í hve
mikilli þakkarskuld hann þykist standa við hann og hið
ágæta fyrirmyndarheimili hans. Iiefur séra Björn fengið
hér harla loflegan og fágætan vitnisburð af jafnmerkum
■og mikilhæfum manni, sem Eggert var. Hann hefur reist
’) Þ. e. »Náttúralyst eður Olundarhapt og vonarfyllic.
2) Þ. e. »Munaðardæla eðnr bóndalíf og landselslsa* er befst svo:
*Vænt er að kunna vel að búa« o. s. frv. og er það liinn langlengsti
•og merkasti hluti kvæðisins.