Skírnir - 01.01.1924, Page 119
'Skírnir] Minning séra Björns prófasts Halldórssonar. 109
legt, að Eggert hafi verið hvatamaður þess, að skýrslan
var send og tilgangurinn verið að láta prenta hana er-
lendis í von um verðlaun, en ekkert varð samt úr því í
það sinn. Þá er Eggert kom frá Sauðlauksdal aptur til
Hafnar 1764 mun hann hafa hrundið þessu áformi í fram-
kvæmd, og látið Magnús bróður sinn gerast útgefanda
hennar. Var hún svo prentuð í Kaupmannahöfn snemma
árs 1765, ásamt viðauka um framkvæmdir séra Björns
síðustu 3 árin (1762, 1763 og 1764), eptir að hann sendi
skýrsluna, og er auðsætt, að enginn annar en Eggert hef-
ur samið þann viðauka (bls. 27—32). Höfuðtitiil þessa
ritlings er: »Korte Beretninger om nogle Forsög til Land-
væsenets og især Hauge-Dyrkningens Forbedrmg i Island«l).
Hinn 31. marz (1765) tileinkar útgefandinn ritlinginn
Rantzau stiptamtmanni með allhátíðlegum formála. Og
nú færðist Eggert fyrst alvarlega í aukana til að útvega
mági sínum verðlaunaviðurkenningu fyrir störf hans, því
að 26. apríl s. á. ritar hann í Höfn stiptamtmanni og
beiðist verðlauna handa mági sínum fyrir garðrækt hans
og aðrar framkvæmdir, og lýsir þeim allrækiiega. Meðal
annars kemst hann svo að orði: »Sumir hafa viljað telja
útlendingum trú um, að gnægð gulls og silfurs fyndist á
íslandi, en gullgerð mun ekki fremur þar, en annarsstað-
ar í heiminum heppnast, en þeir, sem gætu framleitt gull
úr hinum íslenzka jarðvegi, eða það, sem væri gulli
betra fyrir íbúana, ættu þó skilið að fá dálitla gull-
medaliu, einkum þá er þeir hafa unnið að þessu af eigin
‘) Titillinn er miklu lengri og set eg hér framhald hans í ís-
lenzkri þýðingu til gamans: »Byrjaðar [þ. e. endurbæturnar] á prests-
setri á Yesturlandi og haldið áfram á sama stað næstliðin 9 ár í hinum
fáu tómstundum, (er fengust) frá embættisstörfum. Gerðar á eigin kostn-
að með litlum efnum og mikilli vinnu, en með glöðu geði og ríkulegri
guðs blessun til þess þegnsamlegast að hlýða hinum allranáðugasta
vilja hans konunglegu hátignar og hæstföðurlega tilgangi landsföðurs-
ins, og einnig til þess að vinna föðnrlandi sínu gagn< . . . etc. Þessi
langi og einkennilegi titill er auðvitað saminn svona i vissum tilgangi,
•til þess að gera meiri áhrif, og mun Eggert liafa stilað hann.