Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 120
110 Minning séra Björns prófasts Halldórssonar. [Sklrnirr
hvötum, en ekki í verðlaunaskyni«'). En Eggert lét ekki
við þetta lenda, heldur fékk hann Loðvik Harboe Sjálands-
biskup til að gera einnig atrennu að stiptamtmanni, því-
að það er enginn vafi á því, að Eggert hefur verið hvata-
maður þess, að Harboe ritar Rantzau 9. maí s. á.2), og
leggur til, að séra Birni verði veitt verðlaun fyrir fram-
kvæmdir hans i landbúnaði, og gæti það verið öðrum ís-
lendingum til upphvatningar að gera sér far um að bæta-
landið, eins og þessi prófastur hafi gert, og getur þess, að1
hann gleðjist enn, hvenær sem hann hugsi til þess tíma,
er hann avaldi á Islandi, og gat komið þar einhverju
góðu til leiðar. Þetta hreif skjótlega, því að með bréfi
20. s. m.8) sendi stiptamtmaður séra Birni verðlaunapen-
ing úr silfri »pro meritis®, er konungur sæmdi hann fyr-
ir starfsemi hans4). Fer stiptamtmaður hlýjum viðurkenn-
ingarorðum um garðrækt séra Björns, og gagn það, sem
landar hans muni hafa af henni og sérstaklega lýsir hann
ánægju sinni yfir, hversu vel kartöfluræktin hafi tekizt
hjá honum, og kvaðst telja hana og kálræktina meira
virði ig affarasælli en kornræktina, er reynzt hafi svo
miklum og enda ósigrandi erfiðleikum bundin. — Að séra
Björn fékk þessa viðurkenningu átti hann eingöngu dugn-
aði Eggerts mágs síns að þakka, því að hefði hans ekki'
við notið mundi hafa orðið bið á þessu. En þótt verð-
launapeningurinn væri að eins úr silfri, þá hafði engum
íslendingi fyr hlotnazt sæmd þessi af konuugi, svo að>
‘) Bréf þetta er í Þjskjs. A 14 i.
!) Þjskjs. A 75, II, 21.
s) Brbók stiptamtin. XIII bl. 107b—108a í Þjskjs.
*) Löngu siðar, eða 1781, siðasta árið, sem séra Björn var i Sanð-
lauksdal, var hann sæmdur hinum minni verðlaunapeningi landbúnaðar-
félagsins danska í viðurkenningarskyni fyrir það, að hann befði þá
fyrir nolckrnm árum tekið 5 munaðarlausa unglinga (2 pilta og 3 stnlk-
nr) og ennfremur 2 yngri börn, og kennt aöferð við garðrækt og jarð-
rækt, gefið þeim fræ til sáningar i dálítinn garð og látið unglingana
sjálfa hafa ágóðann, en prófastskonan befði kennt stnlkunum að bna til
góðan mat, einkum af rófunum, og þótti öll þessi viðleitni hjónanna
verðlaunaverð (sbr. Lærdómslistafél rit II, 278—279). Séra Björn kafði>
áður (1770) verið kjörínn bréfafélagi landbúnaðarfélagsins.