Skírnir - 01.01.1924, Qupperneq 121
Skírnir]
Minning séra Björns prófasts Halldórssonar.
1113
séra Björn og vinir hans máttu vel við una, enda þóítu
þetta tíðindi og ortu nokkrir hamingjuóskir og lofkvæði
til hans, sumir á íslenzku en sumir á latínu, að því er
séra Björn Þorgrímsson segir1)
Nú vildi séra Björn fara að tryggja sér það, að verk;
hans í Sauðlauksdal yrðu ekki að engu, er hans missti
við, og sendi þvi 1765 (eða snemma á árinu 1766) um-
sókn til konungs, að Sauðlauksdalur yrði eptir hann veitt-
ur þeim einum, er héldi við matjurtagörðum hans. Ritaði
þá stiptamtmaður Magnúsi amtm, Gislasvni 9. júní 17662>
og lagði fyrir hann, að sjá svo um, þá ei séra Björn félli
frá eða kallið losnaði, að það yrði þá veitt manni, sem
hefði áhuga og efni á að halda við garðrækt og jarðrækt
á prestsetrinu, en amtmaður ritaði stiptamtm. 8. sept.
s. á.* * * 8) og taldi vandkvæði á þessu, nema séra Björn fengi
aðstoðarprest, en brauðið væri svo lítið, að hann gæti
ekki launað honum. Stakk því amtmaður upp á, að kon-
ungur veitti séra Birni 30 rd. árlegan styrk, til þess að
hann gæti haldið aðstoðarprest, er lærði garðrækt hjá
honum og nyti brauðsins eptir hann. En ekki var þessi
uppástunga amtmanns til greina tekin, og ekki er kunn-
ugt, að stiptamtmaður hafi svirað séra Birni nokkru upp
á umsókn hans, og féll þetta ivo niður. Hefði séra Björn
þá fengið styrk þennan han la aðstoðarpesti og væntan-
legum eptirmanni mundi hai n aldrei hafa sótt frá Sauð-
lauksdal, og þá hefði verkum hans þar orðið betur við-
haldið en ella varð. Það var óhugsandi, að hann gæti að-
stoðarlaust þjónað svo erflðu brauði, er hann tók að eld-
ast og lýjast.
Þess er áður getið, að séra Björn var hinn konung-
hollasti maður, og kemur hin takmarkalausa lotning
hans fyrir konungdóminum allvíða fram í ritum hans.
»Kongur er landsfaðir« segir hann »og því eru allir þegn-
*) Æfis. B. H. bls. 14. Engin þessara kvæða eru nvi knnn, svo ••
að eg viti.
2) Brb. stiptamtm. XIII, bls. 156b—157a i Þjskjs.
8) Þjskjs. A 62S9.