Skírnir - 01.01.1924, Side 122
112 Minning séra Björns prófasts Halldórssonar. [Skirnir
ar konungs bræður og börn hins sama föður, og föður-
land íslendingsins er því ekki Islaud eitt, heldur allt ríki
Danakonungs, öll þau lönd, þar sem bræður hans búa og
börn hins einvalda »landsföður«. Er þetta að vísu nokk-
uð einkennileg ættjarðarhugmynd, en svipaður var hugs-
unarháttur alls þorra manna á þeim tímum, svo að það
er ekki rétt að áfella séra Björn fyrir skoðun hans, enda
er það honum til afsökunar, að jafn mikilhæfur maður og
Eggert mágur hans, alúðarvin hans og átrúnaðargoð, var
engu minni dýrkandi konungsvaldsins og einveldisins, en
séra Björn. Nægir í því efni að benda á kvæði Egg-
erts ^Einvaldsvisur*1), er hann orti 1760 á 100 ára af-
mæli einveldisins. Þar segir skáldið meðal annars, að
»grennis þjóðar sjónar sunna | sveipar fjöll í rauða gulli*
þ. e. andlitssól konungsins eða náðartillit hans, er fæðir
fólkið, varpar logagylltum roða sem rauða gulli á íslands-
fjöll (þ. e. gleðji, lífgi og geri blómlegt landið og íbúa
þess, eptir þvi sem Eggert sjálfur skýrir fyrgreind um-
mæli sín). Lengra er tæpast unnt að komast í íburðar-
mikilli lofgerð um einvaldskonginn, eða ná öllu hærri
tónum um hann, en að líkja honum við sólina. — I sam-
bandi við kvæði Eggerts »Vínsteinsmál«2) og við saraa
tækifæri hefur séra Björn ort lofkvæði um Friðrik kon-
ung 5. á afmælisdegi hans (31. marz 1762) og er það enn
til8). Kallar hann þar konunginn:
»föðnrlandsins föður góða
föður réttan sinna þjóða«
og hafi það verið hin mesta hamingja íslands, er hann
fæddist, og sé sá dagur blessaður um aldir. Er þess
getið, að Islendingar hafi svarið 22 konungum trú og
hollustu og allir (!) þeirra hafi haldið við oss lög og trú.
»Sitt hver mátti hyggja ból
bændum hlífði kongaskjól
*) Kvæði Eggerts bls. 72—74.
!) Kvæði Eggerts bls. 188—189.
9) Lbs. 164 8vo bls. 87-88.