Skírnir - 01.01.1924, Side 126
116 Hinning séra Björns prófasts Halldórssonar. [Skirnir
1
»Tveir æskumenn, sem lifðu, sem léku, sem létust í senn,
þeir sofa hér háðir, en segja ykkur það,
sveinunum ungu, er flykkjast hér að:
Háll is og veikur og hættnsöm leið er hérvistarskeið*1 * *).
Síðustu 15—18 árin, sem séra Björn var í Sauðlauks-
dal, er fremur lítið kunnugt um garðyrkju hans, en lik-
lega hefur hann lítt fengizt þá við nýjar tilraunir, en
vafalaust haldið því vel við, er á góðan rekspöl var kom-
ið, sérstaklega kartöflurækt og kálrækt. Hafði hann sjálf-
ur unnið ósleitilega og ekki hlíft sér allt fram á flmm-
tugsaldur, en tók þá að þreytast og .lýjast, og hætti þá
að mestu líkamlegri vinnu, en tók þá að gefa sig við rit-
störfum af miklu kappi, bæði í grasafræði og búfræði, en
sérstaklega í sagnafræði og málfræði, er voru þær vísinda-
greinar, er hann iagði mesta stund á síðari hluta æfinnar,
meðan honum entist sýn, en í fyrstu hafði hann lítt gefið
sig við þeim greinum, meðan hann var allur í búskapn-
um, garðrækt og jarðarbótum. Þykir rétt að geta þess,
að hann hefur á þeim árum ekki haft íslenzkan fróð-
leik eða íslendingasögur mjög í hávegum, því að 12. júní
1760 ritar hann bæði Finni biskupi og Magnúsi amtmanni*)
um prentverkið á Hólum og þykir því mjög hafa hrak-
að í útgáfu gagnlegra bóka »til sáluhjálplegra nota«; þar
séu að vísu prentuð nokkur andleg kvæði beztu skálda*),
en þó »afbökuð, vönuð eða viðaukin«, og svo samtín-
ingur annara ljóða4), sumt til ásteytingar, og bætir svo
við: »Þaðan útganga gamlar sögur5), en á meðal þeirra
nokkrar hneykslislegar, ljótar lyga- og tröllasögur, hvar
‘) Minningarvers þessi eru í handriti 81 4to í Bókmenntafélagssafn-
inu i Lhs. með hendi séra Jóns Ingjaldssonar i Húsavik (f 1876), og
hef eg hvergi fundið þau annarsstaðar. Kveðst séra Jón hafa numið
þau, er hann var að læra undir skóla vestur í Vatnsfirði, langt fyrir
innan tvitugt, og hafi þau aldrei siðan sér úr minni liðið.
а) Þjskjs. A 12 d.
*) Hér mun átt við Hallgrímskver, prentað 1755.
4) Á liklega við Vísnabókina, prentaða 1757.
б) Hér er eflaust átt við »Ágætar fornmannasögurt og »Nokkra
margfróða söguþ»tti«, er livorttveggja var prentað 1756.