Skírnir - 01.01.1924, Page 130
120
Minning séra Björns prófasts Halldórssonar.
[Skírnir
sala nafn sitt undir afhendingargerðina, því að hann var
þá alblindur orðinn1). Yar hann þá á 62. aldursári.
Sumarið eptir (1787) brá séra Björn til utanferðar til
að leita sér lækninga við sjónleyBÍnu. Fékk hann þá
ágætt vottorð hjá Hannesi biskupi, ds. 9. ágúst 17872).
Segir þar, að séra Björn hafi verið fyrirmynd í siðprúðu
líferni, og sýnt óþreytandi starfsemi í embættisrekstri, lær-
dómi og hússtjórn, sérstaklega í búnaðarframkvæmdum
og endurbótum á prestssetrum sínum, og með bókagerð
aflað sér loflegs sætis meðal lærðra manna, og aukið þekk-
ingu meðal almennings, euda fengið opinbera viðurkenn-
ingu fyrir starfsemi sína. Og lýkur biskup ummælum
sínum með því, að séra Björn sé prýði stéttar sinnar
(»Ziir for sin Standc). Er naumast unnt að komast hér
lofsamlegar að orði, en biskup gerir, og sýnir, að hann
hefur ekki haft lakara álit á séra Birni en faðir hans
hafði, og fyr er getið. Hinn 25. sept. lét séra Björn í haf
frá Grundarfírði á skipi (»húkortu«), er hét »Bessestæd<
(skipstjóri Tagholm) og varð vel reiðfara til Kaupmanna-
hafnar; kom þangað 20. október. Lýsir það furðu mikl-
um kjarki hjá svo öldruðum manni og alblindum að takast
svo langa sjóferð á hendur undir haustnætur. Dvaldi
hann í Kaupmannahöfn næsta vetur og leitaði margra
‘) Þetta sumar var séra Jón prófastnr Steingrímsson á Prestbakka
staddnr á Setbergi i kvonbænaför sinni þangað, og getnr þess (i æfi-
sögn sinni: Rvik 1913—1916 bls. 203—207), að hann hafi hlýtt þar messu,
þá er séra Björn kvaddi söfnuðinn, og bafi sú ræða verið »ypparleg og
gegnumþrengjandic; hafi þan gömlu hjónin tekið að ölln leyti höfð-
inglega á móti honum og verið bæði »sérdeilis einlæg og viðræðugóð«,
kveðst ekki fyr á æfi sinni hafa »hitt fyrir betri manneskjur, sem allt
höfðu til að bera, sem einn höfðingja má prýða«. Og er þetta eptirtakan-
legur vitnisbnröur af jafnglöggum og greindum manni sem séra Jóni.
Að skilnaði gaf séra Björn honum 2 danskar spesiur, vasaglas með
brennivini og rikulegt nesti. Þau gömlu hjónin »kenndu sárlega í brjósti
um mig«, segir séra Jón. En hann hrósar minna viðtökunum hjá ungm
prestsbjónunum.
s) Bréfabók biskups 1787—1788 bls. 91—92 (i Þjskjs.).