Skírnir - 01.01.1924, Side 131
Skirnir]
Minning séra Björns prófasts Halldórssonar.
121
lækna, en öll viðleitni þeirra varð árangurslaus1). Vorið
1788 hvarf séra Björn heim aptur til íslands, en er hann
var ferðbúinn veitti konungur honum 60 rd. í árleg eptir-
laun í viðurkenningarskyni fyrir alla starfsemi hans, en er
heim kom gaf hann séra Birni Þorgrímssyni helming þess-
ara eptirlauna, að minnsta kosti í það sinn.
Hin siðustu ár æfi sinnar lifði séra Björn í kyrð og
næði á Setbergi við allgóða heilsu optastnær. Var það
hin mesta ánægja hans í sjónleysinu að ræða við lærða
menn um ýms lærdómsefni og láta lesa fyrir sig ýmis-
konar fræðibækur, optastnær á hverjum degi ákveðinn
tíma; gerði það optast Olafur stúdent Einarsson, bróðir
Isleifs etazráðB og uppeldissonur séra Björns Þorgrímsson-
ar. Kvæntist hann 1792 Þóru Guðbrandsdóttur, uppeldis-
dóttur gömlu hjónanna, er þau unnu mest allra sinna-
fósturbarna, og munu þau hafa arfleitt hana að mestum
hluta eigna sinna. Um sumarið 1794 varð séra Björm
snögglega sjúkur, og sú sótt leiddi hann til bana eptir
fáa daga, sunnudaginn 24. ágúst um sólsetur, og skorti
hann þá rúma 3 mánuði á full 70 ár; var hann greptraður í
framkirkju á Setbergi 28. s. m. Rannveig ekkja hans
fluttist frá Setbergi 1796 að Kverná í Eyrarsveit með'
Olafi stúdent og Þóru fósturdóttur sinni, og þaðan með'
þeim að Vatnabúðum2) og þar andaðist hún 21. sept.
1814, áttræð að aldri, og voru öll systkin hennar þá‘
látin. Séra Björn Þorgrímsson lýsir henni svo3): »Hún'
var nafnkennd að guðrækni, stjórnsemi, göfuglyndi, mann-
gæzku, hugviti og hannyrðum*. Hún hafði látið prenta
á sinn kostnað í Kaupmannahöfn 1799 æfisögu manns
') Séra Björn Þorgrimsson getur þess í æfisögu nafna sins (bls.
18—19), að hann hafi þrisvar sinnum fengið sjónina allra snöggvast
nokkur augnablik, einu sinni áður en hann sigldi, en tvisvar í Kaup-
mannahöfn, og kannist læknar við þetta fyrirbrigði.
2) Þau bjón fluttust eptir lát Rannveigar vestur að Húsum bjái
Selárdal í nágrenni við séra Gísla bróður Olafs, en siðast fóru þau að
Sveinseyri í Tálknafirði til Jóns bónda Sigurðssonar, tengdasonar síns,
og þar dó Þóra 9. júní 1836, en Ólafur 17. okt. 1837.
3) 1 prestþjónustubók Setbergs 1814 i Þjskjs.