Skírnir - 01.01.1924, Side 132
122 Minning séra Björns prófasts Halldórssonar. [Skírnir
síns, er séra Björn Þorgrímsson samdi, og opt hefur
getið verið.
Séra Björn Þorgrímsson, sem var allra manna kunn-
ugastur nafna sínum síðustu árin, lýsir honum svo í æfisögu
hans: »Séra Björn sál. var með hærri mönnum á vöxt,
herðabreiður og miðmjór; eptir vexti hár í sessi. Hendur
hans og útlimir voru miklir og allsterklegir. Var hann
og raunar ramur að afli, meðan hann var á bezta skeiði
og kröptunum fór eigi að hnigna. Hann var réttvaxinn
og fljótstígur í framgangi, en fasið alvarlegt. í andliti
var hann dimmleitur, en skipti þó allglöggt litum, ennið
meðalmáta mikið og hamrað, brýrnar hærðar í meira lagi,
neflð að hófi stórt, liðlaust og óbogið, augun dauf fyrst
að sjá, en skarpleg og þó stöðug, ef í tómi var að gáð, en
sást eigi gerla í skjótu bragði, því maðurinn var alla æfi
nærsýnn og sjónarlagið miklu hvassara i hálfdimmu en
í glaðri birtu, kinnbeinin lágu eigi hátt, munnurinn vel
farinn, en hakan nokkuð framvaxin. Hár hafði hann
í æsku svart, en brýr og skegg jarpleitt. í máli var
hann lágrómaður og nokkuð hraðmæltur. Allur var skapn-
aður hans sómagóður og lýtalaus. Okunnum mönnum
virtist útlit hans og yfirbragð heldur áhyggjusamlegt. Hvað
skaplyndið snertir var hann maður stöðuglyndur og fast-
heldinn, fámæltur heima hversdaglega, þó þægilegur í
ávarpi, ef hann mælti nokkuð. Hann tók ekki mjög á
óvarayfirsjónum, þó nokkur bagi eða tjón væri að, ef
drengilega var viðgengið og tilsagt, en skorinort og ein-
arðlega með góðri stilli umvandaði hann, ef honum mis-
líkaði, og hinn sami var háttur hans um hvern hlut, er
hann sagði meiningu sína og alvarlega var eptirleitað.
Ekki heldur var hann upptakssamur við þá menn, er
honum voru kunnir, og hann þekkti að frómlyndi og
dugnaði, þó einhver ósnoturleiki eða siðprýðisbrestur á
yrði, en yfirlætis- og sundurgerðamönnum þóttu stundum
viðkvæmar dæmisögur hans. Heldur var hann kapplynd-
ur í framhaldi byrjaðra fyrirtekta, lét sig þó Ijúflega leiða
af ástvinum sínum með skynsemd og þýðlyndi, einkan-