Skírnir - 01.01.1924, Qupperneq 133
-Skirnir] Hinning séra Björns prófasts Halldórssonar. 123
lega, ef áform hans stefndi á nokkuð það, er harðra>ði
þótti. Hann var afskiptafár um annara manna hagi, ef
eigi snertu embætti hans .... Hann var manna trúast-
ur um leyndarmál og öllum ráðhollur, jafnvel þó óvildar-
menn ættu hlut í, ef þeir sóttu hann að heilráðum, og
gerði hann annaðhvort að synja þeim svars, eða ráða
það eitt, er sjálfur mundi hann í þeirra ástandi gert hafa.
Við kaup og sölur var hann sanngjarn og réttsýnn, þó
reikningsglöggur .... Opt henti hann gaman af að vekja
lærdómsþrætur við bókfræðismenn og eins, hvað búsýslu
snerti, við bændur, því þó hann þætti fálátur og óræðinn
við ókunnuga, var haun hinn mannúðlegasti við þá, er
hann felldi þokka til; svo var hann og hjúum sínum og
heimamönnum hugljúfur og ástsæll húsbóndi. Hann var
gestrisinn við ríka og óríka, rausnarmaður heim að sækja
og sparði nálega ekki við vini sína. Fátækum og aum-
stöddum téði hann sig vorkunlátan, nærgætinn og hugul-
an. Mörgum vandalausum ungmennum gaf hann uppeldi,
undirvísan og leiðsögn í hvervetna góðu, til þess þau
þroskuðust og voru sjálfbyrg .... Hann var alla æfi
sína trúrækinn maður, vandlátur að guðsþjónustugerð og
helgihaldi. Hversdaglega heima átti hann vanda til, með-
an hann var vegskygn, árla morguns að vitja kirkju, til
heimuglegra bænagerða, en þess að auki tíðkaði hann
bæði sumar og vetur, kvelds og morgna, opinbert bæna-
hald með heimilsfólki sínu. Aldrei leið hann illsiðu nokkra
óátalda á hjúum eða börnum, og ekki héldust þeir menn
til langframa þar á vist, er eigi viidu til siðbóta skipast
við hans umvöndun. í embættisverkum öllum var hann
árvakur, reglubundinn og uppfræðingarríkur, hafði hvort-
tveggja náttúrugáfur og langa æfingu að binda í fám
orðum fulla meiningu, svo öllum skildist vel .... Próf-
astsdæmið rak hann með röggsemd og dugnaði, sem enn er
mönnum í minni .... Fyrir utan guðfræði og lögspeki
lagði séra Björn sig eptir orðulegri jurtakunnáttu (Bota-
niea), sagnafræðum og búnaðarvísindum. Hann iðkaði
•mjög föðurlands fornfræði. Þegar á unga aldri hafði