Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 134
124 Minning séra Björns prófasts Halldórssonar. [Skírnir-
hann fengið mörgum fremur góðan grundvöll í grísku og
latínu. Þýzka og danska tungu skildi hann og talaði til
góðrar hlítar, las svenskar bækur, nokkuð í frönsku og eng-
elsku, sem hann numið hafði af mági sínum lögmanni Egg-
ert. Þessi og önnur fleiri bókfræði iðkaði hann og hafði um
hönd í kyrðum, þá hann var einn saman, svo alþýðu var
það óljóst, því sjálfur hélt hann eigi sínum lærdómsiðnum
á lopt, og fór með svo lítið bar á. Eigi heldur gerði hann
meira orð á sinni skáldskapargáfu, sem honum var þó
léð«.----------
Þannig hljóðar lýsing séra Björns Þorgrímssonar á
nafna sínum, og þótti mér réttast að taka hana í heild
sinni nær úrfellingalaust, því að þótt orðfærinu sé sum-
staðar nokkuð ábótavant, þá er það látlaust og laust við
alla tilgerð, svo að enginn vafi er á, að lýsing þessi er
hin áreiðanlegasta í öllum aðalatriðum. Er það ljóst, að
séra Björn Halldórsson hefur enginn miðlungsmaður eða
heimótt verið, heldur mikið í hann spunnið á allan hátt,
bæði að gáfum, lærdómi, framkomu og hegðan allri. Það má
auðveldlega lesa milli línanna í lýsingu þessari, að maður-
inn hefur verið dulur í skapi, nokkuð harðgeðja, strangur
og siðavandur, röggsamur í öllu og skoðanafastur og ekki
látið feykjast sem strá fyrir vindi. Hefur eflaust verið
meir virtur en elskaður af sóknarfólki sínu og öðrum út
í frá, er ekki hafa komizt í náin vináttukynni við hinn
fáláta og siðavanda mann, og þessvegna verið brugðið um
stórmennsku af sumum, er ekki þekktu eða skildu rétt
lundarfar hans og manngildi. Segir Daði Níelsson frá því
í Prestaæfum sínum, eptir sögnum vestra, að hann hafi'
þótt vandlætingasamur, og látið t. d. opt setja menn 1
gapastokk á sunnudögum fyrir litlar sakir, og hafi ekki
þurft meira til, en ef hann heyrði haft eptir einhverjum
ógætilegt orð, og hefði það verið viðkvæði hans, að rétt
væri að taka þá, sem brotlegir yrðu, undir kirkjunnar
aga, en vel má vera að nokkuð sé ýkt í þessu1). Þó mun
') Daði nefnir eitt dæmi um þennan strangleika séra Björns, en
segir, að þan hafi verið mörg. Þar var vinnumaðnr í sókninni, Guðbrandur