Skírnir - 01.01.1924, Side 135
Skirnir] Hinning séra Björns prófasts Halldórssonar. 125
’varla orðum aukið, að hann hafi verið harla strangur í
prófastsembætti sinu1) og beitt óspart skriptum og opin-
berri aflausn við sakborninga, er uppvísir urðu að saur-
lifnaði, helgidagsbrotum eða annari þverúð við kristilegar
venjur, en það getur naumast talizt honum til áfellis, sem
^samvizkusömum og regluföstum embættismanni.
Þótt séra Björn væri mikill búsýslumaður og skör-
ungur í allri heimilisstjórn, mun Rannveig kona hans hafa
verið honum engu siðri í því, enda var hún nafnkunn
ágætiskona og jafnvel talin hverri konu fremri í flestu.
Hún var frábærlega vel að sér í kvennlegum iþróttum og
fyrirmynd að heimilisstjórn allri, enda miklu lægnari og
alþýðlegri í umgengni við heimafólk sitt og nágranna, en
maður hennar. Gerði hún sitt til að gera garðinn frægan
í Sauðlauksdal fyrir verkstjórn, heimilisháttu og bæjar-
brag allan, enda hefur Eggert bróðir hennar reist henni
virðulegan minnisvarða í Búnaðarbálki, ásamt manni henn-
ar, en hinsvegar hefur séra Björn sniðið heilræðin til
'húsmæðra í »Arnbjörgu« eptir heirailisstjórn og háttum
konu sinnar, eins og síðar verður getið. Þótt mikið bú
væri jafnan í Sauðlauksdal gátu þau hjón aldrei auðug
talizt, enda jafnan lagt í mikinn kostnað á margan hátt,
að nafni, fremur fávís. Yar það þá eitt sinn, er hann bar húsbónda
sinn af skipi, er þeir komu úr fiskiróðri, að liann sagði, þá er hann
Betti hann af sér, þvi að honum þótti byrðin þung: »Hikil hölvuð
iþyngsli eru á likamanum á þér Jón!«. Þá er bóndi kom til kirkju
næsta sunnudag á eptir, sagði hann prófasti frá þessu, en honum þóttu
nmmæl'n svo óhæfileg, að hann lét setja Guðbrand í gapastokk um
'messuna fyrir þetta.
*) Séra Benedikt Pálsson á Stað á Reykjanesi (f 1813), hróðir Bjarna
landlæknis, ritar um séra Björn, þá er hann fór frá Sauðlauksdal 1782,
að prófasturinn sé »nafnkunnur og góður maður, að hverjum mér finnst
stór söknuður, þvi hann hefur verið mér afargóður og meir haft önnur
áög fyrir augum en einsaman Bæsárhálk* *. (Isl. Bmfél. 713 8vo). Heð
Iþessum »Bæsárbálki« á séraBenedikt við málastapp sitt fyrrum nyrðra við
séra Hallgrím prófast Eldjárnsson, þá á Bægisá, m. fl. En þessi ummæli
hans um séra Björn prófast sýna, að hann hefur kunnað að meta mann-
gildi hans, og svo munu fleiri héraðsprestar hans hafa gert, þótt reglu-
jfastur væri og vandlætingasamur.